Eckhart Tolle

Ég féll fyrir Eckhart Tolle nú fyrr á árinu þegar ég las bókina hans Mátturinn í núinu, ég hef líka gluggað í Kyrrðin talar og undir koddanum hjá mér núna er bókin hans Ný jörð Smile 
 
Ég rakst á skemmtileg myndbrot af honum á síðu prakkarans og þar er einnig að finna smá ágrip um hann. 
 
Ég mæli eindregið með bókum hans og hvet ykkur til að kíkja á þessi myndbrot, en hann boðar lífsspeki sem höfðar mjög til mín. Ég ætla að láta duga í bili að leyfa myndbrotunum að tala sínu máli en ég á án efa eftir að skrifa eitthvað um Echart Tolle hér seinna.

 

Svo er hægt að skoða fleiri myndbrot á youtube Wink


Úrræðaleysi heilbrigðiskerfisins kristallast í máli Örnu

Það var átakalegt að sjá umfjöllun Kastljóss um lystarstolssjúklinginn Örnu, foreldrar hennar komu og sögðu sögu sína en ég missti því miður af heimildarmyndindinni Lystin að lifa sem sýnd var í gærkvöldi og gerð hefur verið um ástand hennar. 

Foreldrar hennar sögðu frá því að það var ekki fyrr en 1 og hálfu til 2 árum eftir að þau fóru að leita úrræða fyrir Örnu að hún fékk innlögn á BUGL. Einstaklingar með átraskanir þurfa að vera mjög langt leiddir til að fá almennilega aðstoð í kerfinu og heilbrigðisyfirvöld bjóða ekki uppá langtíma meðferðarúrræði fyrir átröskunarsjúklinga.


 

Ég held að þetta sé einmitt lýsandi fyrir almennt úrræðaleysi í samfélagsþjónustu okkar en eins og staðan er í dag þá er mynstrið svolítið þannig að ekki er gripið inní fyrr en skaðinn er skeður. Svona er statt á mörgum sviðum í heilbrigðis, mennta og félagslegum úrræðum á Íslandi í dag. BUGL hefur verið efst á baugi í umræðunni síðasta árið en þar hefur þetta verið sérstaklega áberandi þar sem ekki einusinni hefur verið pláss fyrir mjög alvarlega veika einstaklinga, sem hreinlega eru að berjast fyrir lífi sínu - en vandi BUGL er því miður ekki einangrað tilvik heldur er þetta útbreiddari vandi í okkar kerfi.


 

Mörg dæmi má taka á heilbrigðissviði þar sem skortur er á fyrirbyggjandi verkefnum til að stuðla að almennu heilbrigði, margsannað er að tengsl eru milli offitu, hreyfingarleysis og óheilbrigðra lífshátta, og margra sjúkdóma. Í menntakerfinu endurspeglast þetta í langri bið hjá greiningarstöð en með því að koma fyrr til móts við börn með sértæka námsörðugleika eða þroskahamlanir þá væri hægt að auka lífsgæði og framfarir til muna - en þroski barns á einu ári er stórkostlegur í samanburði við eldri einstaklinga svo tíminn skiptir þarna sérstaklega miklu máli. Fjölmörg dæmi þessa einkennir einnig félagsleg úrræði og má þar nefna  sem dæmi aðstoð við fólk í fjárhagsörðugleikum. Jóhanna Sigurðardóttir er sem betur fer komin með fingurinn á það mál og vinnur nú að innleiðingu úrræðis til að fyrirbyggja gjaldþrot fólks, sem hún lagði fyrir ár eftir ár en án árangurs í stjórnarandstöðu. Ég gæti setið hér í allt kvöld og talið upp dæmi en ég læt þetta nægja að sinni.


 

Öll þessi dæmi bera merki þess að meira og minna allt okkar kerfi er byggt á röngu hugarfari. Skammsýni stjórnmálamanna og skortur á framtíðarsýn virðist einkennandi og ef til vill spilar inní að stjórnmálamenn eiga jú áframhaldandi veru sína í starfi undir því komið að vera endurkjörnir að kjörtímabili loknu og þurfa því að sýna árangur og sanna sig eftir því á skömmum tíma. 


 

Ég er ekki að segja að ég treysti ekki lýðræðinu fyrir því að breyta þessu, en til að knýja fram breytingu þá þarf að koma til vitundarvakning, kjósendur þurfa að vera upplýstari og kalla eftir meiri framtíðarsýn. Það þarf í raun að umbylta öllu kerfinu og hella peningum í forvarnir og fræðslu. Það verður mjög dýrt til skamms tíma og skilar litlu til baka til að byrja með en margborgar sig til lengri tíma litið!


 

Þrátt fyrir dökka mynd sem ég hef dregið upp held ég að við Íslendingar séum í einstaklega góðri stöðu til að geta stuðlað að vitundarvakningu í gegnum öflugt menntakerfi okka og hafist handa við að bæta við úrræðum í heilsugæslu og félagsþjónustu - en það þarf að hefjast handa.


 

Ef til vill flokkast þetta undir forræðishyggju, en forræðishyggja í formi fræðslu og hjálp til sjálfshjálpar er mér mjög að skapi Smile


Áróðursvél Sjálfstæðismanna gangsett?

Jæja, sleggjudómarnir hafa heldur betur fengið að falla síðustu daga. Á öldurhúsum bæjarins um helgina var fátt annað rætt en OR/REI hneikslið, siðleysi, spilling, samsæri, það hvort tárin sem Bingi felldi væru sönn eða enn ein staðfestingin á siðblindu hans og kænsku – að hann gengi svo langt að kreista fram tár til að fría sig ábyrgð, vera laus allra mála.

Æj ég kenndi í brjóst um hann og vil ekki trúa öðru en að þessi tár hafi verið felld í einlægni, hvað sem á undan hefur gengið þá er hann nú bara mannlegur eins og við hin og ég eiginlega sé eftir dómhörku minni síðustu daga. En fárið í kringum þetta er lang í frá á enda, Sjálfstæðismenn hafa sett af stað áróðursvél sína, nú á að hvítþvo Vilhjálm og ræna æru Binga. Ég held að við þurfum að vera mjög gagnrýnin á fréttaflutning næstu daga, eins og fréttin um það að Bingi gangi erinda ákveðinna forystumanna Framsóknar – æj ég veit það ekki, þetta er augljóslega tekið nánast gagnrýnilaust beint úr áróðursvél XD og inní fjölmiðla! Enda allt eins hægt að sýna fram á svipuð eignatengsl við Sjálfstæðisflokkinn sjálfann.

Eitt er víst að svona gósentíð dregur ekki alltaf fram það besta í fari okkar. 

Skrif mín síðustu daga vekja mig til umhugsunar um það veiðileyfi sem við gefum okkur á opinberar persónur eins og pólitíkusa. Síðustu tvær vikur hef ég hlakkað mikið yfir óförum annarra, baktalað hægri - vinstir og velt mér uppúr dylgjum og samsæriskenningum eins og það væri göfugt sport. Þetta er hegðun sem mig myndi aldrei detta í hug að sýna á öðrum sviðum lífs míns, heldur þykist ég temja mér umburðarlindi og skilning gagnvart nágunganum Tounge að gagnrýna ekki fyrirvaralaust þar sem ég þekki ekki hvað býr að baki, að reyna að setja mig í spor annarra, því við höfum jú öll gert ýmislegt "rangt" án þess að vera vondar manneskjur eða að það skilgreini þá sem við í raun erum.  

Þetta minnir mig á grein sem ég las þegar ég tók kúrs í afbrotafræði fyrir nokkrum árum, hún var um áhrif stimplunar á ítrekunartíðni afbrota. Þegar gerð var rannsókn á nemendum í háskóla, með hjálp sjálfsprófa, þá kom fram að stór meirihluti nemanda hafði einhverntíman brotið lögin, allt frá smávægilegum glæpum og til alvarlegri brota. Þeir sem komist höfðu upp með brot töldu sig alls ekki vera glæpamenn heldur þvert á móti góða borgara, annað en þeir sem komist hafði upp um og höfðu verið stimplaðir sem afbrotamenn. Þegar menn eru síðan stimplaðir fara þeir að sjá sjálfan sig sem glæpamenn (vonda), hafa engu að tapa lengur og eiga því auðveldara með að ítreka brot og haga sér í takt við stimplunina. Ef þessi kenning er nærri sanni þá gæti hún skýrt að hluta háa afbrotatíðni svartra, láglaunastétta og jafnvel drengja þar sem þeir eru undir meiri smásjá lögreglu - þar sem þeir þykja líklegri til afbrota. 

Ætli það hafi þá áhrif á t.d. pólitíkusa sem eru vændir trekk í trekk um spillingu og óheiðarleika? Stuðlar það að aukinni spillingu? Þeir eru hvort eð er vændir um þetta hvort sem þeir standa undir því eðru ei. Í þokkabót er lítil hefð fyrir því á Íslandi að menn beri pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum og gullfiskaminni kjósenda margreynt, svo þrátt fyrir að þeir brjóti trekk í trekk af sér þá breytir það litlu, svo lengi sem flokkurinn og spillingafélagar standa vörð hvor um annan, þá eru þeir ósnertanlegir – ósigrandi.  

Það er nú það, ég held að sama hve saklaust skinn maður er og  hversu vel viljandi þá verði maður alltaf að hafa gætur á sér. Því hópsálin í okkur er svo sterk, eins og rannsóknir á hvítflibbaglæpum sína þá brýtur ótrúlegasta og ólíklegasta fólk af sér bara ef það er í réttu aðstæðunum, er á vinnustað þar sem ákveðið siðferði er viðurkennt, það stingur eflaust fyrst í stúf en réttlætingarmátturinn í því að öðrum finnist eitthvað í lagi – eitthvað sé almennt viðurkennt  - er svo mikill að auðvelt er að afneita eigin sannfæringu, látast ekki sjá brot eða sogast sjálfur inní meðsekt og afbrot. 

Ég held því að við verðum að leyfa fólki að njóta vafans, trúa því góða uppá fólk og ef til vill leitast það þá frekar til að standast þær væntingar sem við gerum til þess!
Viskiptalíf og yfir höfuð öll samaskipti fólks þrífast illa í umhverfi vantrausts og ótta. Skortur á trausti kallar í aukið eftirlit og reglufargan, meiri formfestu í samningum ofl. í þeim dúr. Það kostar peninga og heftir markaðinn, heftir samskipti. Það getur því verið varasamt að ala á ótta og vantrausti gagnvart stjórnmála og athafnamönnum.

Ég vona að ég geti tileinkað mér að treysta eins og ég hafi aldrei verið svikin, að elska eins og ég hafi aldrei verið særð og að vona eins og ég hafi aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Ef mér tekst það ekki, ef ég læt fyrri reynslu byrgja mér sýn og fylla mig ótta og tortryggni, þá hef ég verið rænd sakleysi mínu og eiginleikanum til að sjá þau tækifæri sem mér mæta á lífsins leið. 

Ef allir einsettu sér það og sæju að í raun erum við eitt - þá væri lífið einfalt Joyful 

En nú held ég að ég sé aðeins komin útaf sporinu  ...ég vil nú ekki að þið sofnið yfir þessari færslu þó ég sé nálægt því sjáf Blush ...þessi færsla öðlaðist held ég sjálfstætt líf einhversstaðar á leiðinni og fór útí aðeins aðra sálma en ég lagði upp með.

Ég sit hér á næturvakt og hef ekki eirð í mér að læra, en best ég gefi því annan séns Wink 

Ég kveð því og býð ykkur góða nótt Kissing


mbl.is Áhrifamenn í Framsókn hluthafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn gullmoli frá Binga

Enn einn gullmoli kom af vörum Binga í dag. Í síðdegisfréttum á rás 2 var fjallað um opinn fund Framsóknarflokksins í dag. Að því tilefni var Björn Ingi spurður um hvað hann segði við því að Sjálfstæðismenn sökuðu hann um valdarán í höfuðborginni, siðspillingu og að gæta sérhagsmuna auðmanna. Því svaraði hann á þessa leið:

"Ef ég er siðblindur og spilltur, af hverju í ósköpunum sér Sjálfstæðisflokkurinn svona mikið eftir mér". LoLLoLLoL

Æji, aumingja kallinn Joyful heldur hann virkilega að Sjálfstæðismenn sjái eftir honum persónulega? af því hann er svo gúddí gæji? Það að þeir misstu meirihlutann vegur voða lítið á móti því að missa af honum LoL

Ég get svo svarði það, ég er allt í einu farin að blogga eins og vindurinn, það er bara ekki hægt að hætta - þessi skrípaleikur virðist engan enda ætla að taka!


mbl.is Björn Ingi: Það var ekkert annað að gera í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsi

Þetta er nú meiri farsinn, það ætti að ráðleggja þeim sem hafa hug á frama í pólitík að skella sér í leiklistarnám öðru fremur - margir hafa náð langt í pólitík á leiklistarhæfileikunum, ýktasta dæmið er ef til vill Regan Smile

En ætli Björn Ingi komist upp með þetta, að leika "mörgum" skjöldum? Hann leikur undir stjórn Alfreðs nýjan farsa fyrir hvert tilefni - og leikur meira að segja á eigin flokk - "Já, ég varð nú bara að tala svona út af mínu fólki", eins og Vilhjálmur hefur eftir honum LoL Hvað er satt og hvað er logið skal ég þó ekki segja, ég held að spunameistararnir viti það ekki einu sinni sjálfir.

Er þetta spurning um að hæfasti leikarinn lifir af?


mbl.is Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrópasýki?

Ég var að koma frá afa og ömmu Tounge eldaði mat fyrir skötuhjúin og horfði svo á fréttir með þeim. Afi er gallharður Sjálfstæðismaður og skilur ekkert í því hvað nafna hans og afabarn er að orða sig við Samfylkinguna. Hann sá á eftir Vilhjálmi, því gat ég nú ekki samsinnt, en við náðum saman þegar fréttaflutningurinn barst að skrípalátum Björns Inga síðasta sólahringinn, þegar talað var um að atburðarrásin kæmi ekki heim og saman - að Bingi hefði þurft að vera veikur heima og í baktjaldamakki á sama tíma - Afi hló og sagði að þetta hefði nú ekki verið kallað veikindi í sína tíð heldur einfaldlega "skrópasýki" LoL

Annars líst mér vel á hljóðið í nýjum meirihluta. Vilhjálmur greyið hefur hins vegar fá vopn sér til varnar og heldur áfram að vera í mótsögn við sjálfan sig. Ég var t.a.m. á ráðhúspöllum í gær og heyrði Villa marg oft, eins og biluð plata, annars vegar kvarta yfir því að málflutningur minnihluta í málinu talaði niður gengi hins nýja samrunafyrirtækis og það væri ekki borgarbúum í hag (og varði í framhaldinu góða kosti samrunans, sem var mjög fyndið þar sem enginn ágreiningur var um þá) og í hinu orðinu og í Kastljósinu núna áðan hamrar hann hins vegar á því hversu mikilvægt það er að selja strax, koma borginni útúr þessari fjárfestingu því hún væri svo hrikalega áhættusöm - brunaútsala Shocking Hver er nú að tala niður gengið?

Ég held bara að greyið sé orðinn ringlaður, að honum hafi verið sagt að segja hitt og þetta, gerði eins og honum var sagt, en þegar hann síðan talaði af eigin sannfæringu þá var hann kominn í mótsögn.

Ég er ansi hrædd um að Villi fái bráðlega að taka pokann sinn Wink


mbl.is Sviptingar í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður Dagur :)

Já, það hefur svo sannarlega borið til tíðinda í íslenskri pólitík í dag, nýr meirihluti, Dagur orðinn borgarstjóri Smile Þetta eru að sjálfsögðu góð tíðindi fyrir félagshyggjukonu eins og mig, og ég treysti Degi mun betur en Vilhjálmi til að fara yfir klúður síðustu daga og koma á faglegum vinnubrögðum í Ráðhúsinu á ný!

Þó ég fagni myndun nýs meirihluta þá er erfitt að kyngja því að þetta hafi verið Binga að þakka og að honum sé tryggð áframhaldandi seta í borgarstjórn og sem varaformaður Orkuveitunnar! Ég er ansi hrædd um að Dagur og co. megi ekki sleppa honum úr augsýn. Hann var rúinn trausti í þessu REI máli, ekki bara rengdur af minnihlutanum í borgarstjórn heldur einnig af eigin flokki. En, hann bjargaði sér fyrir horn, eygir enn draum sinn um frekari frama innan Framsóknarflokksins og virðist meta það meira en æruna!

Ég er ekki hissa á því að Sjálfstæðismenn séu ringlaðir og svekktir, framferði Björns Inga er auðvitað með ólíkindum. Björn Ingi tilkynnir sig "veikan" á meirihlutafund í dag og fundar í stað með gamla minnihlutanum LoL þetta er nú meiri farsinn.

Þetta er nú líka ekkert smá áfall fyrir Sjálfstæðismenn, eins og Björn Ingi sagði þá er klofningur innan þeirra raða upphafið og endirinn á þessu öllu saman. Sjálfstæðismenn hafa lengi vel gert mikið úr óeiningu meðal vinstrimanna og notað óspart sem grýlu í hverjum einustu kosningum. En það hlaut að koma að því að uppúr springi, það hefur lengi verið glíma milli frjálshyggju og félagshyggjuarms Sjálfstæðiflokksins, ágreiningur hefur grasserað undir niðri og jafnvel fyrir opnum tjöldum meðal SUS-ara. Frjálshyggjuarmurinn hefur orðið undir trekk í trekk síðustu ár, í Heimdalli hafa félagshyggjuöflin ráðið ríkjum  í nokkur ár og líklega hefur verið erfitt fyrir frjálshyggjuarminn að kyngja sigri Villa í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðustu. Gísli Marteinn, Þorbjörg Helga og co. hafa setið á sér síðan þá en gátu ekki haldið í sér lengur, heimtuðu hugmyndafræðilegan viðsnúning, heimtuðu sölu - það er kominn tími á "menntaskólafrjálshyggjuna", eins og Dagur orðaði það Wink 

Þetta er góð lending, Villi farinn frá enda ekki vanþörf á. Skoðanakannanir bentu til þess að almenningur væri sama sinnis, eins og Dorfi komst svo skemmtilega að orði í vikunni:

"Það er ljóst að almenningur á 21. öldinni kann ekki að meta vinnubrögð 8. áratugs síðustu aldar. "Gamla góða" spillingarlyktin þykir ekkert skemmtilegri en "gamla góða" bræðslulyktin - hvort tveggja finnst flestum tilheyra löngu liðinni tíð."

Ja hérna :) nú get ég andað léttar, hagsmunir Reykvíkinga eru í góðum höndum :)


mbl.is Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er kvikmynd leikin af stjörnum, myndin er ekki ætluð börnum...

Úff þetta REI mál er með ólíkindum! Fréttir á rúv og Kastljós gerðu mig algjörlega kjaftstopp. Fyrir þá sem misstu af upprifjun Kastljóss á málinu bendi ég á mjög góða yfirferð Stefáns J Hafstein hér :)

Við í UJR ályktuðum um málið í dag:

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík mótmæla flýtisölu á REI
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík (UJR) furða sig á hringlandahætti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í málefnum Reykjavík Energy Invest. Telur UJR það afleita hugmynd borgarfulltrúa flokksins að selja beri hlut Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu með flýti. Til þess eru engar málefnalegar ástæður og augljóst að með þessu er einungis verið að breiða yfir trúnaðarbrest innan meirihluta borgarstjórnar. Tímabært er að borgarstjórnarmeirihlutinn taki hagsmuni Reykvíkinga fram yfir eigin aðgerðaþörf til að koma á pólitískum friði í eigin herbúðum.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur lagt áherslu á að borgin eigi ekki að koma að áhætturekstri með þátttöku sinni í Reykjavík Energy Invest.  Vill UJR minna á í því samhengi að REI var stofnað fyrir rúmu hálfu ári og var ljóst frá upphafi að því var ætlað að koma að útrásarstarfsemi. Ekki bar á hugmyndafræðilegum ágreiningi innan raða borgarfulltrúanna þá og kemur vandlæting þeirra á aðkomu borgarinnar að starfsemi fyrirtækisins nú undarlega fyrir sjónir.

UJR leggja áherslu á að yfirvöld fari sér að engu óðslega á komandi vikum og mánuðum og krefjast þess að hlutur Orkuveitunnar í Reykjavík Energy Invest verði ekki seldur með óðagoti.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafa jafnframt alvarlegar athugasemdir við þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við samruna Reykjavík Energy Invest við Geysir Green Energy. Ljóst er að lýðræðislegir stjórnarhættir voru hafðir að engu við ákvarðanatöku í málinu og að ekki eru öll kurl komin til grafar ennþá í því máli. Er sérstaklega vert að benda á mikilvægi þess að farið verði ítarlega yfir vafasamar ákvarðanir stjórnar REI um kaupréttarsamninga til handa ,,lykilstarfsmönnum”, sem virðast illa þola nánari skoðun.

Það hefur auðvitað ýmislegt komið í ljós síðan áðan og á örugglega fleira eftir að koma í ljós á borgarmálaráðsfundinum á morgun og verður eflaust komið efni í aðra ályktun þá! Ég ætla allaveganna að mæta á ráðhúspalla og fylgjast með :)


Skrautleg helgi að baki

Úff já, þessi helgi var vægast sagt skrautleg! Hún byrjaði á því að ég, mamma og Þórunn fórum á fundinn í Guðspekifélaginu sem við vorum búnar að bíða spenntar eftir, héldum að við værum búnar að finna þarna skemmtilegan vettvang til að ræða við annað fólk um andleg málefni. En ...neeei ...ég á ekki einu sinni til orði til að lýsa því sem þarna fór fram, þarna var erlendur fyrirlesari sem eyddi heilli klukkustund í að útskýra fyrir okkur að skynfærin væru takmörkuð og í raun værum við meira en það sem við sæjum með eigin augum og í speglinum ...þetta er held ég bara einn sá vandræðalegast klukkutími sem ég hef upplifað, við vorum allar þrjár að berjast við að missa okkur ekki í hláturskast, gátum ekki annað en tekið þátt í æfingum með pappaspjaldi með gati fyrir höfuðið á og litlum spegli í hægra horninu. Ég kemst allaveganna ekki í hálfkvist að lýsa þessu hér, en þegar fyrirlesturinn var á enda þá hlupum við út, rétt náðum að grípa jakkana okkar og stökkva yfir þröskuldinn áður en við sprungum úr hlátri og grenjuðum úr hlátri í svona hálftíma á eftir - hláturinn gerði þetta þess virði LoL

Svo var landsþing UJ um helgina, ég mætti á laugardeginum og tók þátt í mjög góðu málefnastarfi, þetta var skemmtilegt þing og skemmtilegur hópur sem verður stærri með hverju árinu sem líður Wink

Við fórum svo á Galíleó að borða, í partý á Hallveigarstíg og svo á Ölstofuna góðu þar sem skrallað var fram eftir nóttu Smile ég var vægast sagt mjög hress, gaman að kynnast nýjum UJ-urum og endurnýja kynni við gamla og góða.

En nú ætla ég að taka smá skrall pásu, það er kominn tími til að ég láti námið ganga fyrir, að ég fari að einbeita mér að því sem ég hef valið að gera í vetur! Næstu tvær vikur verður missjón nr. 1 að ná kennsluáætlun, ná takti!


Skemmtileg helgi framundan :)

Hæ elskurnar mínar Smile

Já ég veit, ég veit, þrátt fyrir stóru orðin í færslu nr. eitt á þessu bloggi þá hefur þetta verið algjört letiblogg hjá mér! En ástæðan er hreinlega sú að það eru miklir umbrotatímar hjá mér núna og ég hef bara ekki hugmynd um það hvort ég er að koma eða fara eða hver ég er yfir höfuð. Ég er búin að skrifa nokkrar færslur sem ekki hafa ratað inná bloggið heldur beint inn í dagbókina mína, aðeins of persónulegar fyrir alheimsnetið.

Sambandsslit kalla auðvitað alltaf á einhverja naflaskoðun, ég hef verið soldið í leit að gömlu Guðrúnu Birnu í þeirri vona að finna hina nýju mig :)
Ég er enn ekki alveg lent í húsnæðismálum, hef verið með athvarf hjá mömmu í Hafnarfirðinum en svíður hrikalega undan þeim tíma sem fer í akstur alla leið í Hafnarfjörð, þangað sem ég hef ekkert að sækja nema svefn.
Ég er farin að starfa á fullu í
UJ aftur, orðin varaformaður í UJR :) ....ohh það er eitthvað við fégasskap UJ sem fær mig alltaf til að líða vel - Þessir krakkar eru bara á sömu bylgjulengd og ég, er annt um samfélagið og vilja leggja sitt að mörkum til að gera lífið betra Grin 

Nú er landsþing UJ um helgina og hvet ég alla sem hafa áhuga til að skrá sig og taka þátt, þá sem hafa ekki kost á að vera alla helgina hvet ég til að koma kl. 14:30-16:30 á sunnudag, þar sem Ingibjörg Sólrún mun sitja fyrir svörum, Oddný Sturludóttir mun halda stutta tölu og kosið verður í framkvæmdastjórn UJ.  

Ég ætla að kíkja á spennandi fund hjá Guðspekifélaginu í kvöld sem ber yfirskriftina “Að uppgötva hver þú í rauninni ert". Ég veit í raun lítið um fyrirlesarann en það sem kemur fram á síðu Guðspekifélagsins vekur áhuga minn, hann virðist vera í svipuðum pælingum og Ekhart Tolle sem skrifaði meðal annars Mátturinn í núinu. Svo er hann með vinnu smiðju á laugardaginn þar sem hann notar æfingar sem byggja á búddakenningunum ZEN sem ég er mjög heilluð af.

En nóg um það, ég ætla að læra svolítið áður en ég kíki á fundinn í kvöld Wink vonast til að sjá sem flesta á landsþinginu um helgina!
Þið hin,

Lifið heil GB


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband