Orðlaus...

Ég má til með að benda ykkur á hlægilega grein Sóleyjar Tómasdóttur, varaborgarfulltrúa og ritara Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, um framboð Önnu Pálu til formanns Ungra Jafnaðarmanna og Samfylkinguna.

Tveir bloggarar á Eyjunni hafa nú þegar tjáð sig um þetta, Egill og HUX, og er litlu við það að bæta, en hér er fyndnasti parturinn:

“Pála frænka mín er ekkert sérstaklega virk í pólítík. Þess vegna er kannski skrítið að líkja heilum stjórnmálaflokki við hana, en samlíkingin er þó augljós þegar betur er að gáð.

Þegar við vorum litlar æfðum við Pála skíði. Eða þannig. Pála mætti reyndar bara ef eitthvað skemmtilegt var á döfinni. Æfði jafnvel heilu vikurnar fyrir Andrésar Andarleikana. Lítið þess á milli. Það var útpælt og skynsamlegt hjá henni, sér í lagi þar sem hún ætlaði sér aldrei stóra hluti í íþróttinni. Bara hafa gaman á meðan á gamninu stóð.

Hvað stjórnmálaflokkinn varðar, þá hlýtur hann að ætla sér eitthvað meira en að hafa gaman. Eðlilegt væri að álykta að stjórnmálaflokkur ætlaði sér að ná árangri og hafa áhrif á samfélagið. Til þess þarf þor, vilja og getu - í aðeins lengri tíma en einhverjar vikur.”

Ég er búin að veltast um af  hlátri yfir þessu. Að þetta komi frá vörum fullorðinnar manneskju er ótrúlegt LoL 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Birgisson

Já hún er nú ljóta kerlingin hún Sóley.

En spurning hvort þú hafir aðeins hlaupið á þig við getgátur þínar um þessa Pálu frænku.

Kapp er best með forsjá.

Árni Birgisson, 11.9.2007 kl. 22:44

2 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Já, hann er skondinn þessi bloggheimur  gaman að þessu! Fiskisagan flýgur sem aldrei fyrr með hjálp nútímatækni.

Gott að vita að þetta var misskilningur, en sagan er bara skemmtilegri fyrir vikið

Við lærðum greinilega ekki mikið af meintum raunum og örlögum Lúkasar!

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 11.9.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband