Minn staður - mín stund :)

Minn staður - mín stund er á brennslutæki í Laugum. Þar sem það er oft mikið að gera hjá mér þá á ég oft í vandræðum með að finna tíma til að innbyrða fréttaskamt dagsins, ekki tími til að setjast niður í rólegheitunum og lesa blaðið á morgnanna né horfa á fréttir - nema þá kannski þegar ég er háttuð á kvöldin. En ég er með brillíant lausn á þessum vanda, ég tek einfaldlega skammtinn minn út um leið og ég pumpa hjartað (helst 6x í viku) í Laugum Smile

Þetta fer í raun mjög vel saman og ég held að hugurinn sé sérstaklega frjáls og frjór á meðan á líkamsrækt stendur. Yoga og öndunaræfingar ganga að hluta til útá það að beina huganum að líkamanum og andardrættinum til að kyrra hann og hreinsa hann af hugsunum um daglegt amstur. Ég held að líkamsrækt að öðru tagi geti líka þjónað þessu hlutverki eða að minnsta kosti þá finnst mér hugur minn oft miklu skýrari og frjórri á brettinu. Yfir mig hellast hugmyndir af greinum sem mig langar að skrifa eða einhver málefni poppa upp í huga mér sem ég verð að létta af mér á einhvern hátt – ég hef oft hugsað með mér að nú ætti ég að vera með blað og blýant og punkta hugmyndirnar niður. Nú á miðvikudagskvöldið þá mætti ég í Laugar til að horfa á Kompás og í auglýsingapásu hljóp ég niður í klefa og náði í blað og blýant – stökk svo aftur uppá stigvélina og punktaði niður það sem mér lá á hjarta Wink

Afraksturinn er að finna hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband