Á að fórna náttúrunni fyrir fleiri störf og aukna þenslu á suðvesturhornið?

Nú er ekki seinna vænna að vakna og mótmæla fyrirhuguðu álveri í Helguvík! Til að knýja það áfram þá þarf að virkja jarðvarmann á Ölkelduhálsi og Þjórsárver - og það er varla nóg miðað við kröfuna í vor um stækkun í Straumsvík. En við verðum að fara af stað núna strax til að vera ekki of sein líkt og gerðist með Kárahnjúkavirkjun - mótmælagangan hans Ómars var því miður of sein á ferð, en nú höfum við tækifæri!

Af hverju liggur svona á? að flýta sér að virkja þessar náttúruperlur með óafturkræfum afleiðingum fyrir ÁLVER, hér í nágrenni höfðuborgarinnar, þar sem er bullandi þensla og nóga atvinnu að fá - þetta meikar bara ekki sens  Pinch

Annars ætlaði ég nú ekki að rekja þetta mál hér í þaula heldur benda ykkur á frábæra grein á blogginu hans Dofra um málið, sem ég hvet alla til að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband