Stöðvum ofbeldi gegn konum

Við í UJR vorum að senda frá okkur ályktun, ákvað að lauma henni hérna inn - annars er bloggbindindið enn í fullu gildi!

Góðar stundir Wink


Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík (UJR) lýsa yfir eindregnum stuðningi við 16
daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur yfir um þessar mundir. Markmið
átaksins er að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem
mannréttindabrot, en það veldur milljónum kvenna andlegu og líkamlegu
heilsutjóni á ári hverju og hindrar eðlilega og nauðsynlega þátttöku þeirra
í samfélaginu. Mikill fjöldi heimsókna og tilkynninga til Stígamóta,
Kvennaathvarfsins og barnaverndaryfirvalda á undanförnum árum sýnir að
átakið eigi ekki síður brýnt erindi á Íslandi en annars staðar.
Í ár leggur átakið sérstaka áherslu á að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn
mansali, sem á rót sína meðal annars að rekja til vaxandi kynlífsiðnaðar á
Vesturlöndum og ber Ísland, líkt og aðrar vestrænar þjóðir, mikla ábyrgð við
að stemma stigu við slíku.
Samhliða átakinu fer nú fram undirskriftasöfnun fyrir áskorun til
stjórnvalda á vefnum http://www.humanrights.is um að grípa til aðgerða gegn
mansali og hvetur UJR alla til að kynna sér hana og taka þátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gætir þú nefnd mér einn stjórnmálaflokk eða hreifingu sem gæti ekki skrifað undir þetta ? .. Nema kanski rasistafíflin á skapari.com

Brynjar Jóhannsson, 30.11.2007 kl. 16:20

2 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Ég get ekkert fullyrt um það Brynjar en í þessari áskorun fellst auðvitað gagnrýni á stjórnvöld eins og þú sérð ef þú hefur kynnt þér hana og alls ekki eining um hana t.d. hjá hægri- og frjálshyggju öflum í samfélagi okkar. 

Annars er tilgangurinn aðallega að hjálpa til við að vekja athygli á þessum góða málstað að okkar mati  

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 1.12.2007 kl. 04:49

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er gott og gilt í sjálfu sér Guðrún Birna, en sjálf myndi ég helst vilja fara að sjá rætt opinskátt um það t.d hvað mansal er , sem og heimilisofbeldi og kúgun hvers konar sem viðgengst á mismunandi menningarstigum.

Var að kynna mér þessi mál fyrir nokkrum árum og lesa mér til um Domestic Violence og sá upplýsingar þess efnis að ein kona væri barin í heiminum á 15 sekúndna fresti.........

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.12.2007 kl. 02:02

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já... og það sem er kannski alvarlega Guðrún maría já og Guðrún Birta.. er að mjög stór hluti kvenna er misnotaður kynferðislega. Mig sárnar slíkt hrikalega og á erfitt með að sætta við slíkt. Kannski vegna þess að ég er svo vel upp alið en ég tel líklegra að það sé vegna þess að ég bý yfir eðlilegu siðferði. 

þegar ein stelpa sem ég var að vinna með, sagði mér að hún væri búin að sætta sig við að allir gagnkynhneigðir karlmenn misnotuðu kvenfólk kynferðislega  varð ég innilega reiður.

Ástæða gremju minnar er að ég veit vel að það er ekki þannig. Aldrei hef ég blakað hendi til konu og er nokkuð viss um að allflestir vinir mínir hafa ekki gert hið sama. Ég er sannfærður um  að eingöngu brota brot karlmanna gerir slíkt en þeir síkja svo mikið út frá sér.  Mér finnst ofbeldi á konum varða alla karlmenn og sér í lagi þeirra sem stunda EKKI SLÍKT því þeir sem stunda slíkt skadda ímynd okkar hinna.

Réttu spurningarnar eru hverjir gera slíkt og hvers vegna ? það sem ungir jafnaðarmenn standa fyrir er hið besta mál en það þarf miklu meira til en að vekja athygli á slíku. Það þarf uppvakningu innan samfélagsins og byrgja komandi kynslóðir gegn slíkja. það er hægara sagt en gert vegna þess að stærstur hluti ofbeldis gerist vegna áfengis eða undir áhrifum þess.  

Brynjar Jóhannsson, 2.12.2007 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband