Skemmtileg helgi framundan :)

Hæ elskurnar mínar Smile

Já ég veit, ég veit, þrátt fyrir stóru orðin í færslu nr. eitt á þessu bloggi þá hefur þetta verið algjört letiblogg hjá mér! En ástæðan er hreinlega sú að það eru miklir umbrotatímar hjá mér núna og ég hef bara ekki hugmynd um það hvort ég er að koma eða fara eða hver ég er yfir höfuð. Ég er búin að skrifa nokkrar færslur sem ekki hafa ratað inná bloggið heldur beint inn í dagbókina mína, aðeins of persónulegar fyrir alheimsnetið.

Sambandsslit kalla auðvitað alltaf á einhverja naflaskoðun, ég hef verið soldið í leit að gömlu Guðrúnu Birnu í þeirri vona að finna hina nýju mig :)
Ég er enn ekki alveg lent í húsnæðismálum, hef verið með athvarf hjá mömmu í Hafnarfirðinum en svíður hrikalega undan þeim tíma sem fer í akstur alla leið í Hafnarfjörð, þangað sem ég hef ekkert að sækja nema svefn.
Ég er farin að starfa á fullu í
UJ aftur, orðin varaformaður í UJR :) ....ohh það er eitthvað við fégasskap UJ sem fær mig alltaf til að líða vel - Þessir krakkar eru bara á sömu bylgjulengd og ég, er annt um samfélagið og vilja leggja sitt að mörkum til að gera lífið betra Grin 

Nú er landsþing UJ um helgina og hvet ég alla sem hafa áhuga til að skrá sig og taka þátt, þá sem hafa ekki kost á að vera alla helgina hvet ég til að koma kl. 14:30-16:30 á sunnudag, þar sem Ingibjörg Sólrún mun sitja fyrir svörum, Oddný Sturludóttir mun halda stutta tölu og kosið verður í framkvæmdastjórn UJ.  

Ég ætla að kíkja á spennandi fund hjá Guðspekifélaginu í kvöld sem ber yfirskriftina “Að uppgötva hver þú í rauninni ert". Ég veit í raun lítið um fyrirlesarann en það sem kemur fram á síðu Guðspekifélagsins vekur áhuga minn, hann virðist vera í svipuðum pælingum og Ekhart Tolle sem skrifaði meðal annars Mátturinn í núinu. Svo er hann með vinnu smiðju á laugardaginn þar sem hann notar æfingar sem byggja á búddakenningunum ZEN sem ég er mjög heilluð af.

En nóg um það, ég ætla að læra svolítið áður en ég kíki á fundinn í kvöld Wink vonast til að sjá sem flesta á landsþinginu um helgina!
Þið hin,

Lifið heil GB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband