Skrautleg helgi að baki

Úff já, þessi helgi var vægast sagt skrautleg! Hún byrjaði á því að ég, mamma og Þórunn fórum á fundinn í Guðspekifélaginu sem við vorum búnar að bíða spenntar eftir, héldum að við værum búnar að finna þarna skemmtilegan vettvang til að ræða við annað fólk um andleg málefni. En ...neeei ...ég á ekki einu sinni til orði til að lýsa því sem þarna fór fram, þarna var erlendur fyrirlesari sem eyddi heilli klukkustund í að útskýra fyrir okkur að skynfærin væru takmörkuð og í raun værum við meira en það sem við sæjum með eigin augum og í speglinum ...þetta er held ég bara einn sá vandræðalegast klukkutími sem ég hef upplifað, við vorum allar þrjár að berjast við að missa okkur ekki í hláturskast, gátum ekki annað en tekið þátt í æfingum með pappaspjaldi með gati fyrir höfuðið á og litlum spegli í hægra horninu. Ég kemst allaveganna ekki í hálfkvist að lýsa þessu hér, en þegar fyrirlesturinn var á enda þá hlupum við út, rétt náðum að grípa jakkana okkar og stökkva yfir þröskuldinn áður en við sprungum úr hlátri og grenjuðum úr hlátri í svona hálftíma á eftir - hláturinn gerði þetta þess virði LoL

Svo var landsþing UJ um helgina, ég mætti á laugardeginum og tók þátt í mjög góðu málefnastarfi, þetta var skemmtilegt þing og skemmtilegur hópur sem verður stærri með hverju árinu sem líður Wink

Við fórum svo á Galíleó að borða, í partý á Hallveigarstíg og svo á Ölstofuna góðu þar sem skrallað var fram eftir nóttu Smile ég var vægast sagt mjög hress, gaman að kynnast nýjum UJ-urum og endurnýja kynni við gamla og góða.

En nú ætla ég að taka smá skrall pásu, það er kominn tími til að ég láti námið ganga fyrir, að ég fari að einbeita mér að því sem ég hef valið að gera í vetur! Næstu tvær vikur verður missjón nr. 1 að ná kennsluáætlun, ná takti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe...

já vid verdum í skrall pásu saman:) Gangi tér vel ad laera saeta og takk fyrir sídast;)

Gudbjörg (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 03:43

2 identicon

Já þú ferð að læra og ég skal sjá um skrallið og segja skemmtilegar sögur

Bærings (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband