Góður Dagur :)

Já, það hefur svo sannarlega borið til tíðinda í íslenskri pólitík í dag, nýr meirihluti, Dagur orðinn borgarstjóri Smile Þetta eru að sjálfsögðu góð tíðindi fyrir félagshyggjukonu eins og mig, og ég treysti Degi mun betur en Vilhjálmi til að fara yfir klúður síðustu daga og koma á faglegum vinnubrögðum í Ráðhúsinu á ný!

Þó ég fagni myndun nýs meirihluta þá er erfitt að kyngja því að þetta hafi verið Binga að þakka og að honum sé tryggð áframhaldandi seta í borgarstjórn og sem varaformaður Orkuveitunnar! Ég er ansi hrædd um að Dagur og co. megi ekki sleppa honum úr augsýn. Hann var rúinn trausti í þessu REI máli, ekki bara rengdur af minnihlutanum í borgarstjórn heldur einnig af eigin flokki. En, hann bjargaði sér fyrir horn, eygir enn draum sinn um frekari frama innan Framsóknarflokksins og virðist meta það meira en æruna!

Ég er ekki hissa á því að Sjálfstæðismenn séu ringlaðir og svekktir, framferði Björns Inga er auðvitað með ólíkindum. Björn Ingi tilkynnir sig "veikan" á meirihlutafund í dag og fundar í stað með gamla minnihlutanum LoL þetta er nú meiri farsinn.

Þetta er nú líka ekkert smá áfall fyrir Sjálfstæðismenn, eins og Björn Ingi sagði þá er klofningur innan þeirra raða upphafið og endirinn á þessu öllu saman. Sjálfstæðismenn hafa lengi vel gert mikið úr óeiningu meðal vinstrimanna og notað óspart sem grýlu í hverjum einustu kosningum. En það hlaut að koma að því að uppúr springi, það hefur lengi verið glíma milli frjálshyggju og félagshyggjuarms Sjálfstæðiflokksins, ágreiningur hefur grasserað undir niðri og jafnvel fyrir opnum tjöldum meðal SUS-ara. Frjálshyggjuarmurinn hefur orðið undir trekk í trekk síðustu ár, í Heimdalli hafa félagshyggjuöflin ráðið ríkjum  í nokkur ár og líklega hefur verið erfitt fyrir frjálshyggjuarminn að kyngja sigri Villa í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðustu. Gísli Marteinn, Þorbjörg Helga og co. hafa setið á sér síðan þá en gátu ekki haldið í sér lengur, heimtuðu hugmyndafræðilegan viðsnúning, heimtuðu sölu - það er kominn tími á "menntaskólafrjálshyggjuna", eins og Dagur orðaði það Wink 

Þetta er góð lending, Villi farinn frá enda ekki vanþörf á. Skoðanakannanir bentu til þess að almenningur væri sama sinnis, eins og Dorfi komst svo skemmtilega að orði í vikunni:

"Það er ljóst að almenningur á 21. öldinni kann ekki að meta vinnubrögð 8. áratugs síðustu aldar. "Gamla góða" spillingarlyktin þykir ekkert skemmtilegri en "gamla góða" bræðslulyktin - hvort tveggja finnst flestum tilheyra löngu liðinni tíð."

Ja hérna :) nú get ég andað léttar, hagsmunir Reykvíkinga eru í góðum höndum :)


mbl.is Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vúbbdí F***ing dú segi ég nú bara
Hlaut að koma að þessu!

Tryggvi F. (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 18:02

2 identicon

BIH sýndi með gjörðum sýnum í dag hverslags drullusokkur hann í raun er, handsalar samkomulag við Villa í gær en hefur sjálfsagt þá þegar verið farin að plotta með minnihlutanum. Þessi maður mun aldrei öðlast mikið traust framar í pólitík, ég spái því í það minsta.

brahim (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 18:08

3 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Já, en þrátt fyrir óheiðarleika Björns Inga þá gæti þetta verið nokkuð gott múv fyrir Framsókn. Fleygja Sjálfstæðishækjunni og orða sig við frjálshyggjuna á ný. Eitt er víst að Bjarni Harðarson, Guðni og fleiri vinstrisinnaðir framsóknarmenn hressast við þetta og Bingi skorar stig hjá forustinni.

Hvað almenning snertir þá er ég hrædd um að stór hluti verði löngu búinn að gleyma þessu þegar hann kveikir á sjarmanum korter fyrir kosningar næst   ...en við skulum sjá.

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 11.10.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband