Hjónabandið, réttindi samkynhneigðra og Þjóðkirkjan.

Það hefur mikið verið ritað og rætt síðustu daga um afstöðu Þjóðkirkjunnar til hjónabandsins og "fordóma" hennar í garð samkynhneigðra, inní þá umræðu fléttast síðan deilur um endurskoðun og endurútgáfu Biblíunnar. Ég verð að segja að það hefur komið mér virkilega á óvart hve margir í kringum mig eru algjörlega á öndverðu meiði við mig og mjög heitir þegar kemur að þessu máli. Ég ætla ekki að rekja málið hér því það hafa aðrir gert en mig langar að taka undir með nokkrum bloggurum.

Dofri hefur mikið fjallað um málið síðustu daga og margir hafa kommentað hjá honum og því gaman að lesa og fá öll sjónarmið. Einnig birtist góð grein um málið á Vefritinu á föstudag.

Fyrir mig sem laganema og baráttumanneskju fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju þá finnst mér mikilvægt að við veltum afstöðu kirjunnar fyrir okkur með það í huga að hún hefur stjórnskipulega stöðu hér á landi. Það ætti að gefa okkur leyfi til að gera mun ríkari kröfur til hennar en annarra trúfélaga hvað varðar það að hún mismuni ekki þegnum þessa lands eftir kynferði. Eða að aðskilja fyrir fullt og allt ríki og kirkju.

Ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem kristna manneskju og er enn skráð í Þjóðkirkjuna. Ég er hins vegar ekki bókstafstrúar á Biblíuna og ég er alltaf jafn undrandi þegar ég heyri að nú á 21. öldinni sé enn til fjöldi fólks á Íslandi sem lítur á það sem stendur í Biblíunni sem heilagt orð og óskeikult með öllu - en Biblían var nú einu sinni skrifuð af skeikulum mönnum og hefur verið marg ritskoðuð í gegnum tíðina í mis kristilegum tilgangi. Oftast til þess að tryggja völd og festa í sessi samfélagsmýtur sem nútímasamfélag hefur vikið frá fyrir löngu eins og til að mynda að viðhalda kúgun kvenna og útskúfa samkynhneigða.

Ég tek því undir með Dofra sem segir:

Það er ekki undarlegt að viðhorf fólks breytist á 2000 árum. Það er heldur ekki slæmt. En af því að tímarnir breytast og mennirnir með þurfa þeir sem predika hið lifandi orð að láta inntakið í því sem Kristur boðaði vísa sér veginn en ekki orðalag í gömlum skruddum.

Sem og Hauki Loga sem segir:

Alla klassíska texta bera að uppfæra í hæfilegum takt við tíðarandann hverju sinni sé ætlunin að láta fólk taka mark á honum. Þetta þekkja lögfærðingar ágætlega út frá hugmyndum um breytilega skýringu á grundvallarlögum. Frægasta dæmið um slíka texta er sennilega bandaríska stjórnarskráin og Bill of rights sem eru orðnir rúmlega 200 ára gamlir textar sem þó mynda hryggjarstykkið í því sem kalla má vestræna lýðræðishugsun. Þeir standa sem slíkir fyllilega fyrir sínu af þeirri ástæðu að mannfólkið hefur borið gæfu til að túlka textana í takt við tíðarandann hverju sinni en ekki út frá þrælasamfélagi norður Ameríku á átjánduöldinni um það leiti sem þeir voru skrifaðir.

Sem og ummæli Hjörts Magna Fríkirkjuprestsins í Reykjavík um að ekki sé í anda Lútherskrar trúar að dýrka Biblíuna líkt og skurðgoð.

Fyrir uþb 2 árum síðan þá bloggaði ég um að ég væri ekki svo viss um að ég vildi gifta mig eftir kristnum hefðum eða "ganga að eiga" einhvern því ég vildi ekki tengja saman ást og eignarrétt einhvers yfir mér. Í dag er ég samt þeirrar skoðunar að ég myndi vilja gifta mig í krikju þegar þar að kemur en breyta hinum hefðbundnu heitum. Eða jafnvel ganga lengra og fá bara blessun í staðfesta samvist líkt og Katrín Anna (einn af mínum uppáhalds bloggurum þessa dagana) stingur uppá að verði gert mögulegt fyrir gagnkynhneigða Smile

Þó ég geri mér grein fyrir að þjóðkirkjan er að ganga lengra en margar aðrar kirkjur þá er þetta engan veginn ásættanlegt. Misrétti er misrétti, þó í mismunandi miklu mæli sé. Ég er reyndar á því að það sé ekki nóg að leyfa samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Ég vil líka að gagnkynhneigðum sé leyft að ganga í staðfesta samvist, enda finnst mér staðfest samvist fallegri en hjónaband. Ástæðan er sú að það er nýtt form sem byggir ekki á kúgun frá fornu fari heldur er frá upphafi byggt á jafnræði og jafnrétti á milli þeirra sem kjósa að staðfesta samvist sína. Sama hversu mikið hugmyndir á bakvið hjónabandið breytast þá er aldrei hægt að taka tilbaka að uppruni þess byggir á eignarétti karla yfir konum og hjónabandið yfirfærlsa á eign dóttur frá föður yfir til eiginmanns. Þess vegna giftast konur en karlar kvænast - þær gefast, þeir eignast konu. 

Ekki svo vitlaus hugmynd Joyful

En nóg um þetta í bili, þessi umræða fer að verða nokkuð góð - annars finnst mér alltaf voðalega gaman þegar svona bylgja ríður yfir samfélagið og málin eru rökrædd almennilega! Við mættum gera meira af því. Umræður pólitíkusa í fjölmiðlum eiga það til að vera úr takti við raunveruleikann, aðal atriði verða að aukaatriðum og umræðan snýstu um það að klekkja á hinum en ekki að komast að hinu rétta í málinu og skila því ekki miklu - er aðeins morfís keppni með og á móti eftir flokkslínum - eins og heimurinn sé svart/hvítur og mál séu bara annað hvort góð eða slæm Errm


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband