Egill ekki alsaklaus!

Ég verð að segja að það kemur mér ekkert rosalega á óvart að feministar ákveði að sniðganga Silfur Egils. Þó ég haldi upp á Silfrið þá verð ég að viðurkenna að mér finnst Egill ekki alsaklaus af ásökunum Katrínar Önnu, hann hefur ekki verið sá duglegasti að fá konur til að mæta í þættina hjá sér í gegnum tíðina og undanfarið hefur hann staðið sig sérstaklega illa. Egill hefur farið mikinn gegn feministum á bloggsíðu sinni nú í haust og hann virðist líka sjaldan kalla á konur í þáttinn nema að hann ætli sér að ræða um tiltekin "kvenna" mál, líkt og í þættinum nú á sunnudaginn en þá virtist hann fá Sigríði Andersen og Oddnýju Sturludóttur einungis í nektardansstaða umræðuna og þegar henni var lokið máttu þær gjöra svo vel að víkja fyrir körlum.

Ég held svei mér þá að feministinn í mér sé vaknaður af værum blundi Wink fáfræði og fordómar í garð feminista tröllríða bloggheimi þessa dagana - það er kominn tími á stórsókn til varnar feminisma!

Ég ætla nú samt að reyna að halda í mér eins og ég get fram yfir próf Tounge


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Afhverju segir þú að fordómar gagnvart feministum sé að tröllríða öllu í netheimum ?.. ég myndi frekar segja að fordómar feminista séu að tröllríða öllu. Í það minnsta hef ég oft og iðulega á milli tannanna á kvenfólki og látin standa fyrir eitthvað sem ég sagði ekki eða meindi... oft á tíðum kalla slíkar konur sig feministi..

Annars verður að skilgreina hvað feministi er.. er það fólk sem er hlint jafnréttindum eða fólk sem berst að eins fyrir réttum kvenna ? 

Brynjar Jóhannsson, 27.11.2007 kl. 11:12

2 identicon

Værum blundi? Hvað orsakaði blundinn? Vonandi þó ekki innreið þín inn á moggabloggið...!

Hildur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 11:14

3 Smámynd: Sigurjón

Er svo að skilja að K.A.G. vill að feministar fái að koma í hvern þátt og ræða alla skapaða hluti?  Af hverju hefur fötluðum ekki verið boðið í þáttinn að ræða pólitík?  Þeir eru stærri þjóðfélaxhópur en feministar, leyfi ég mér að fullyrða og þeir hafa ríkari haxmuna að gæta.

Sigurjón, 27.11.2007 kl. 11:34

4 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Brynjar:

Ég er sammála Arndísi og myndi segja að feministar séu þeir sem bæði eru hlynntir jafnrétti og berjast fyrir réttindum kvenna.
Jafnrétti er víðtækt orð og tekur yfiri jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins, þá á það við um allt frá jafnrétti kynjanna og til jafnrétti milli fatlaðra og ófaltaðra, ríkra og fátækra, milli kynþátta og fleira. Eins og ég skil orðið feminismi þá er feminismi grein undir jafnrétti kynjanna, feministar vilja jafnrétti kynjanna og styðja það á öllum vígstöðum en viðurkenna að það halli á konur á ákveðnum stöðum og velja að einbeita sér að því að leiðrétta það. Þetta er leið til að beita kröftum sínum á þrengra markmið og gera starfið markvissara og áhrifaríkara eftir því. Það þýðir ekki að feministar viðurkenni ekki að það halli einnig á karlkynið á ákveðnum sviðum og styðji ekki baráttu samtaka eins og Félag ábyrgra feðra eða vilji strákum sem hallar á í menntakerfinu ekki allt hið besta, heldur hafa þeir ákveðið að beita sér sérstaklega að fyrrgreindum málum.

Hildur:

Það sem orsakaði blund minn var meðal annars trú mín að þetta væri allt á réttri leið, frumvarp með úrbótum á kynferðisafbrotakafla hegningarlaga sem samþykkt var síðasta vor var til bóta, Jóhanna orðin félagsmálaráða/ráðseti og þetta væri því í góðum höndum ofl.

Innreið mín á moggabloggið var hins vegar til að vekja mig, að fylgjast með kommentum hjá Sverri Stormsker, öðrum bloggum og víðar í samfélagsumræðunni er hreint út sagt hrikalegt, mikið alhæft um feminisma á algjörlega röngum forsendum og gífurlegir fordómar sem endurspegla fáfræði fólks á feminisma.

Sigurjón:

Já mér finnst mjög mikilvægt að feministar fái að koma og ræða um alla hluti, löggjöf okkar og stjórnkerfi byggðist upp á tímum feðraveldis og var mótuð af körlum, það er kominn tími á að líta á málin út frá sjónarhorni kvenna og endurskoða löggjöf með það í huga.

Hvað varðar fatlaða þá er mikilvægt að vinna að réttindum þeirra og vil ég benda á að konur í stjórnmálum eru mun líklegri til að hafa frumkvæði að góðum málum í þágu þeirra ef við lítum á tölfræðina. Konur eru líka í meirihluta þeirra sem starfa að umönnun og í þjónustu við fatlaða.

Einnig langar mér að benda þér á að konur eru helmingur þjóðarinnar og því ekki minnihlutahópur, en auðvitað hefur hallað á konur hvað jafnrétti varðar og geta þá kannski frekar sett sig í spor annarra sem hallar á.

Þakka ykkur öllum fyrir kommentin  þetta er málefni sem mér finnst mjög þarft að ræða!

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 27.11.2007 kl. 13:42

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Arndís ?????..

Afhverju á ég að nefna dæmi um að konur hafa barist sérstaklega fyrir meiri réttum kvenna enn karla  ?  Ég skil ekki afhverju ég ætti að gera það því það var aldrei það sem ég var að halda fram að feministar gerðu það.. heldur spurði hvað feministi sé og nefndi tvö dæmmi.  Vissulega hefur kona ýmsan rétt fram yfir karlmenn og segi ég sem betur fer eins t.d varðar barneignafrí sem ég geri ráð fyrir að flestir séu sammála um að svo eigi að vera. 

Persónulega á ég erfitt með að skilja framgang feminista og fyrir hvað hann gengur. Ef kvennabarátta snýst um jöfn laun fyrir sömu vinnu þá held ég að stærstur hluti karlmanna séu feministar. Ef þetta snýst um að fólk eigi að bera jafna ábyrð á heimilinu og börnum... þá held ég einnig að flestir karlmenn séu feministar. En stundum virðist feminismi snúast um eitthvað allt annað...

Margir feministar eru t.d gegn .. Hárraksti á skaphárum, Gstreng, sumar lita hárið sitt svart til að mótmæla vestrænni kvenímynd, eru á móti öllu því sem kallast klám og svo framvegis.

Mín persóunulega reynsla er sú að feministi er oft farin að snúast út í einhverhverja heimskulega vitfirringu sem hefur snúist út í andhverfu sína eins t.d þegar ég var ásakaður um að svívirða kvennabaráttuna með því að fá mér sígarettu í kvennagöngunni þegar ég ætlaði að hitta vinkonu mína sem var stödd þar  Ég hef þurft að heyra einhverjar bulluglósur frá konum sem titla sig feminista hérna inni á mbll.. svo fáranlega að ég nennti ekki einu sinni að svara þeim. Einnig finnst mér oft konur væla fullmikið... eins kvikmyndaleiksstjórin sem kvartaði sáran yfir því að það væri 30 karlmenn í kvikmyndaleiksskólanum en engin kona.ÞVÍLÍKT FÓRNARLAMB VERÐ ÉG AÐ SEGJA... svona svipað hlutfall og ef ég færi að læra að baka kökur í húsmæðraskólanum.

Vissulega er ég almennt hlintur jafnréttindi fólks en af fengnum ruddaskap frá mörgum konum sem telja sig feminista þá dettur mig ekki til hugar að titla mig sem slíkan.  

Afhverju ætti ég að bera vanvirðingu fyrir konum sem vanvirða mig ?

Brynjar Jóhannsson, 27.11.2007 kl. 18:53

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Fyrirgefið ég ætlaði að segja.. Afhverju ætti ég að bera virðingu fyrir konum sem vanvirða mig ?

Brynjar Jóhannsson, 27.11.2007 kl. 18:56

7 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Brynjar:

Ég er nú ekki sammála þér en ég skil samt hvaðan þú ert að koma. Ég held að báðir hópar séu á villigötum.

Feministar hafa ef til vill margir gleymt sér í of fræðilegri umræðu sín á milli um staðalímyndir og kynjafræði og séu hættir að ná til eyrna annarra en þeirra sem hafa sökkt sér jafn vel í kynjafræðin og þeir sjálfir. Sú umræða finnst mér samt sem áður mjög mikilvæg en kannski ekki mjög hagnýt þegar takast þarf á við þau vandamál sem blasa við almenningi. En þetta spilar auðvitað allt saman og ég tel t.a.m. það starf sem unnið er í kynjafræði í HÍ sé mjög mikilvægt, fjölmiðlar, fyrirmyndir og áhrifavaldar sem við hittum fyrir í hinu daglega lífi hafa ómeðvituð mótandi áhrif á okkur og því finnst mér vert að rannsaka það. Ofan á menningarlegar staðalímyndir feðraveldisins sem mótast hafa frá örófi alda og móta okkur enn þann dag í dag koma svo markaðsöflin sem beita okkur þrýstingi allt frá barnsaldri – kröfur um útlit, efni og hegðun sem fáir mæta. Við þurfum að vera á varðbergi gagnvart því að láta mata okkur gagnrýnilaust. En við verðum auðvitað að gæta þess að fara ekki út í öfgar með að gagnrýna hvort annað fyrir það hvað við kjósum að vera og gera – fara í fegðurðarsamkeppni, sinna kynjafræðilegum rannsóknum á staðalímyndum og mótun kláms á samfélagið, stefna að því að vera fyrsti kvenforsætisráðseti Íslands eða heimavinnandi húsmóðir. Jafnrétti snýst að mínu mati um að við berum 100% virðingu hvert fyrir öðru svo einstaklingurinn hafi frelsi til að vera sá sem hann kýs og sé metinn að verðleikum. En í kerfi sem byggst hefur upp eftir karllægum viðmiðum á tímum feðraveldis þá er það því miður ekki alltaf svo eins og laun umönnurastétta eru svo glöggt dæmi um – það hallar á konur og “kvenlæga” eiginleika í samfélagi okkar. Ég leyfi mér að fullyrða að algengara sé að stelpur séu hvattar áfram til að vera sterkar og harðar af sér í t.d. boltaíþrótt og til að verða verkfræðingar, heldur en að strákar séu hvattir til að vera mjúkir og liprir í dansíþrótt og verða dagfeður. Þó auðvitað sé þetta einföldun hjá mér. Ég held að við náum lengst ef við ræktum bæði jin og jan, “karllæga” og “kvenlæga” eiginleika okkar og samfélagsins alls, heimurinn í dag er í ójafnvægi, stríð, ofbeldi, mannsal – þetta er ekki eðlilegt ástand.  

Við komum frá mismunandi bakgrunni, fáum mismunandi uppeldi, búum yfir mismunandi hæfileikum og hæfni, erum mis áhrifagjörn og mótumst af ólíkum þáttum, neikvæðum jafnt sem jákvæðum. En í grunninn erum við líka bara einstaklingar sem lifum í góðri trú, viljum öðrum vel og gerum okkar besta  

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 27.11.2007 kl. 21:15

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Guðrún

jú jú.. ég er sammála þér ... í sambandi við að æfa sig í bæði hinum karllæga og kvenlæga hluta í sjálfum sér. Það vill svo til að ég er þónokkuð inni í hjallastefnunni og þar er einmitt foguserað inn á þessa þætti. 

  Ég er að lesaað lesa bók núna sem heitir sem fjallar um hvað kynin eiga að vera mismunandi en sú bók heitir. 

"hvernig stendur á því að karlar hlusta aldrei og konur kunna ekki að parka í stæði"

Ég verð beinlínis pirraður yfir því sem er haldið þarna fram í þessari bók. t.d er sagt að karlmenn geta ekki hlustað á samtal margra í einu og keyrt bíl á sama tíma og að konur eigi í meiri erfiðleikum að parka í stæði karlmenn. Auðvitað geta verið dæmi um slíkt en ég vil meina að slíkt sé persónubundið...

Upprunalega voru samræðunar um að fordómar væru í gangi gagnvart feministum hérna á mbl.is. Jú vissulega er einhver hópur (SÉR  í lagi eldri karlmenn) sem eru haldnir einhverjum fordómum og t.d hef ég verið ásakaður um að vera með feministiatuggur á lofti frá einhverjum karlmanni. Málið er að ég hef samt alveg jafn mikið fengið að heyra það frá konum sem titla sig feminista. 

Auðvitað eru velflestar konur sem titla sig feminista eðlilegt fólk enn mín tilfinning er að stundum kalli þær yfir sig sitt slæma umtal sjálfar. í það minnsta hef ég oft fengið að heyra einhverjar fáranlegar tuggur og ég spyr þig... sem væntanlega titlar sjálfan þig sem feminista...

Ef þú sætir undir einhverjum málefnelausum tuggum eða röklausu þvaðri ... Hvað myndir þú gera ?...

ég tel tvo möguleika í stöðunni..

annað hvort myndir þú svara málefnalega fyrir þig eða sleppa því vegna þess að þú telur orku þinni betur eytt í eitthvað annað.

Ekki misskilja mig.. mér finnst þú svara mjög málefnalega fyrir þig og koma vel að þér orði.. en því miður er það ekki alltaf meinið. 

Brynjar Jóhannsson, 27.11.2007 kl. 22:27

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Guðrún Birna.

Femínismi er í eðli sínu öfgar og öfgar eigum við ekki að þurfa að nota okkur til góða.

Með öðrum orðum millivegurinn á duga.

Langt síðan ég orti þetta.

Jafna meira, jafna betur

jafna allt á jörðu hér.

Jafna þar til enginn getur,

jafnað það sem eftir er.

Eigi lengur lita í spegil,

ljúfar fraukur þessa lands,

sjálfsmynd sína draga í dregil,

drjúga leið til andskotans.

þín frænka.gmaria. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.11.2007 kl. 02:00

10 identicon

Femínismi í eðli sínu öfgar? Er hann það bara núna eða var hann það líka þegar konur voru að berjast fyrir kosningarrétti? Að minnsta kosti var það kallað öfgafullt á sínum tíma.

Annars er þetta eins og að segja að kapítalismi og sósíalismi séu í eðli sínu öfgar.

Hildur (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:35

11 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Æjæj, síðasta komment virðist hafa komið allt í belg og biðu hjá mér, gæsalappir breyttust í spurningamerki og ég veit ekki hvað og hvað   vona nú samt að ykkur hafi tekist að ráða fram úr því.

Takk fyrir öll kommentin, miklu skemmtilegra að svara kommentum heldur en að vera alltaf að rífa sig bara út í loftið :)

Brynjar:

Já ég titla mig svo sannarlega sem feminista :)

En ég get vel skilið að þér þyki sárt að vera vændur skoðanir sem ekki koma heim og saman við þínar meiningar í raun. En já ef ég væri vænd um það sama þá myndi ég annað hvort láta það eiga sig eða reyna að skilja hvaðan hin manneskjan er að koma og svara henni svo á málefnalegan hátt eftir fremsta megni.

Við verðum fyrst og fremst að virða skoaðanir hvers annars og skilja hvaðan þær koma. Því eins og þessi bloggari segir svo skemmtilega -  Almennt er fólk nefnilega vel meinandi – bæði konur og karlar.

Gmaría:

Ég skil ekki alveg hvað þú meinar með að femínismi sé í eðli sínu öfgar? Tek undir með Hildi.

Annars langar mig að benda ykkur á skemmtilegar umræður um feminsima sem spunnust á bloggsíðunni hans Egils Helgasonar og ég þurfti auðvitað að segja mitt - eldheit :)

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 28.11.2007 kl. 14:19

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Guðrún...
þá ertu vonandi búin að kveikja á perunni... Það eru ekki konur eins og þú sem virðist vera hægt að ræða málefnalega um allt á milli himins og jarðar sem ég er að gagnrína heldur hinar sem ráðast fram með offorsi og eru með ranglátar ásakanir.

Dæmi....

Ég komenteraði inn á eina síðuna á mbl.is  varðandi að portugalskur karlmaður var aðeins dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna mjög grófrar nauðgunar. Þar fussaði og fólk yfir linkind hæstarétts og hvað íslenskt réttafar er ömurlegt. Málið er að ég hef kynnt mér ótal dóma varðandi nauðganir á konum og meðal annars stuðlað að grein yrði skrifuð um þann málaflokk hérlendis og þá varðandi hvað dómar væru lágir. Eftir að hafa kynt mér þetta mál meira en venjuleg manneskja varð mér ljóst að það þyrfti meira til en bara að auka refsirammann.

Því spurði ég hvort einhverjir hefðu lausnir við þessum vanda ?

Ég benti réttilega á að hver kynslóðin á fætur annarri ali af sér hvern konuberjarann og nauðgarann á fætur öðrum og ég benti á að tímalengd fangavistar væri engin lausn ef litla hraun væri í raun að ala af sér glæpamenn en ekki að hjálpa fólki að bera ábyrð á gjörðum sínum. Með öðrum orðum eftir að hafa séð kynslóð eftir kynslóð gera sömu mistökin aftur og ítrekað gerast aftur og aftur.  Konu nauðgað um hverja verlunarmannahelgi varð mér ljóst að það þurfti meira til en bara hertari refsirammi. 

Bara vegna þess að ég vildi ræða hlutina á málefnalegum nótum og ekki tilbúin að bölva íslensku réttarfari var ég ásakaður um að vera TÍBSÍSKUR karlmaður sem hefur enga samkend með konum eða þeirri sem var nauðgað heldur með nauðgaranum.  Það er nákvæmlega svona AÐDRÁTTANIR sem gera mig hundpirraðan út í konur. Einhverjum ómálefnalegum alhæfingum er frussað framan í mann án þess að gera sér grein fyrir hvað ég er að fara með máli mínun. Slíkt framferði fer ámóta mikið í taugaranar á mér og karlmenn sem eru með raunverulega kvenfyrirlitningu eða menn sem eru haldnir ástæðulausu hatri í garð útelndinga.

Eins og ég sagði hér að ofan..

Afhverju á ég að bera virðingu fyrir konum sem vanvirða mig ?

ekkert frekar en þú sjáir þig knúna að bera virðingu fyrir karlmönnum sem vanvirða þig segi ég. 

Brynjar Jóhannsson, 28.11.2007 kl. 16:09

13 identicon

Ég verð að viðurkenna að Brynjar þessi nær að lýsa kleppi netsins, moggablogginu, ágætlega.

Hildur (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 17:12

14 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hvers konar ismaskilgreiningar draga menn að mörkum s.s. munurinn á kaptítalisma og kommúnisma getur verið 1 cm ef svo ber undir, en hvað varðar kynjaumræðu þá tel ég femínisma ekki af hinu góða einkum og sér í lagi þar sem hitt kynið hefur ekki skilgreint sérstaka isma á móti sem aftur þýðir ójafnvægi þar sem baráttan getur svo auðveldlega snúist í öndverðu sína, sérréttindi og sérmeðferð alls konar á kostnað samvinnu kynja milli.

Slíkt ber að varast.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.11.2007 kl. 00:59

15 identicon

Ókei ég skil. Húmanismi, kapítalismi, sósíalismi, allt er þetta öfgar. Já og sérstaklega femínismi af því að það er ekki til neinn "ismi" honum til höfuðs.

Nei veistu það, femínismi snýst um jafnrétti kynjanna. Andstæðan við það er náttúrulega ójafnrétti kynjanna og því miður eru mjög margir sem vilja endilega viðhalda eða jafnvel auka á misrétti á milli kynjanna. Femínismi á því fullkomlega rétt á sér.

Hildur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband