8.9.2007 | 12:01
Frelsi frá eigin sögu
Ég er að lesa bókina Hugarfjötur eftir Paulo Coelho, þetta er kannski ekki hans besta bók en hann má eiga það að hann vekur mig alltaf til umhugsunar um lífð og tilveruna.
Þessi bók er um rithöfund sem leitar eiginkonu sinnar sem hvarf spolaust, eins og ávállt er bókin lituð af leit af sannleikanum um lífið, ástinni og örlögunum.
Sagan berst af gömlum hirðingja sem er í dýrlingatölu á sléttum Kasakstan vegna töframáttar síns. Fjöldi manns leitar á fund hans til að þiggja ráð frá honum og sama gera sögupersónur að þessu sinni. Hann er spurður hvers vegna menn eru daprir. Hann segir svarið einfalt, að menn séu fangar sinnar eigin sögu og reynsla þeirra sé uppfull af minningum, hlutum og hugmyndum sem aðrir hafa plantað þar en ekki þeir sjálfir. Hann telur þetta byrgja mönnum sýn svo þeir sjái ekki eigin drauma, þekki ekki eigin langanir og haldi þeim þannig í fjötrum.
Þetta er vel í takt við það sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið, að við verðum að leita leiða til að koma auga á blekkingu hugans og sjá lífið og okkur sjálf í réttu ljósi, okkar sanna sjálf handan hugans. Hugur okkar hefur verið forritaður af menningu, trú, sögu skrifaðri af valdhöfum og síbreytilegum tískustraumum samfélagsins.
En það sem mér fannst áhugavert var lausnin sem hann benti á, hvernig við getum horfið frá þeirri sögu sem manni hefur verið sögð og eigin sögu - og lifað í nú-inu. Hann sagði lausnina felast í því að fara með söguna upphátt og í smæstu smáatriðum, endurtaka gömlu söguna aftur og aftur þar til hún hefur enga þýðingu fyrir okkur lengur. Þá fyrst kveðjum við það sem við vorum og myndum rúm fyrir nýja, óþekkta veröld nýjar upplifanir nýja upplifun á því hver við erum þá fyrst getum við skapað sjálfan okkur upp á nýtt í okkar æðstu hugmynd um okkur sjálf. En hann segir ekki duga að láta þar við sitja heldur verðum við að fylla það rúm sem myndast með nýjum upplifunum, nýjum sögum það er leiðin útúr dapurleikanum - þá vex ástin og þegar ástin vex, vöxum við með henni.
Þegar við getum sleppt tökunum á fortíðinni, hættum að gráta erfiðleika okkar - þá fyrst getum við lifað í nú-inu.
Ég held að þegar við eigum engan að sem við getum deilt með okkar dýpstu leyndarmálum eða þorum ekki að deila þeim með öðrum þá líður okkur illa, við erum föst, getum ekki byrjað að brjóta ísinn með því að deila sögunni okkar, segja hana aftur og aftur, vaxa frá henni og þroskast.
Hættu að vera það sem þú varst og vertu það sem þú ert í því felst frelsið í núinu
Gæti þetta verið ástæða þess að við komum endurnærð af vinafundi? Leitum sálufélaga, erum uppfull af orku þegar við finnum einhvern til að deila okkur með, byrjum að segja sögurnar sem við höfum þegar slitið okkur frá í bland við nokkrar sem við byggjum enn egó-ið okkar á og finnst mikilvægar til að heilla nýjan elskhuga. Verður líf okkar innihaldsríkara og fyllra af því við færumst nær hinum aðilanum eða af því við deilum með honum fleiri sögum, rýmum fyrir nýjum sögum og upplifunum og fáum þær síðan jafnóðum beint í æð frá hinum aðilanum?
Við blessunarlega þroskumst flest með árunum, við segjum ekki lengur sömu sögur af okkur og við sögðum í grunnskóla og ég efast um að ég muni segja framtíðar ástinni minni sömu sögur af bernskubrekum og fyrstu ástinni.
Það eina sem er víst í þessum heimi er að allt er breytingum háð.
Það er yndislegt að tengjast annarri manneskju og deila sér og ég held að það sé fátt sem nærir okkur meira. Það er eflaust það sem býr að baki máltækinu góða: Betra er að gefa en þiggja.
Ég held að það sé mikið til í þessu eða þetta hefur að minnsta kosti reynst mér vel, mín reynsla er sú að þeim mun einlægari sem ég er, þeim mun betur líður mér. Það hefur hreinsandi og léttandi áhrif á mig að ræða hlutina. Meira að segja þegar ég var að kenna í Kársnesskóla þá notaði ég eigið líf sem dæmisögu deildi jafnvel með þeim leyndarmálum sem ég hafði ekki deilt með fólki sem stóð mér mun nær en umsjónanemendur mínir fyrir mér þá mátti líf mitt vera opin bók ef það bara gagnaðist einhverjum og það gagnaðist mér í leiðinni, þetta var liður í að leysa mig undan eigin sögu. Að deila sögunni er að minnsta kosti skref í þá átt.
Svo er það töframátturinn sem felst í því að segja sögu sína, deila sér með öðrum - sagan kallar á sögur frá öðrum - það myndast gagnkvæmt traust og losar fólk undan höftum aðskilnaðar sem einkennir nútmasamfélag.
Ég held að við mættum flest vera aðeins opnari, frjálsari, einlægari laus við blygðunarkennd, samviskubit og ótta.
Þetta vakti mig að minnsta kosti til umhugsunar um góða kosti bloggsins, hvatning til að byrja að blogga á ný
Kæru vinir, vandamenn, bloggarar og vafrarar um allan heim, takk fyrir að hlusta bloggiði, segið sögu ykkar, tjáiði ykkur, deilið ykkur og frelsið ykkur undan eigin sögu!
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Ég | Breytt 4.1.2008 kl. 01:52 | Facebook
Athugasemdir
Takk Guðrún Birna, svo sannarleg góð hugleiðing. kv. Ester
Ester Sveinbjarnardóttir, 8.9.2007 kl. 16:40
æj þú ert svo yndisleg elskan mín! og frábær penni!
sakni sakn á þig :) heyrumt fljótt
knúúús
mallan þín (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 22:21
Sakna þín sæta, vertu dugleg að blogga!
knús á þig!
Guðbjörg (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 17:13
Hæ skvís
gaman að þú skulir vera byrjuð að blogga aftur :) .... er sjálf hálfnuð með þessa bók svo að ég las ekki nema fyrstu línurnar í færslunni ... dríf mig í að klára hana!!
Hilsen,
árný
Árný (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 19:35
Takk fyrir undirtektirnar elskurnar mínar
Árný, ég sagði samt ekkert sem skemmir fyrir svo þér er óhætt að lesa
Kv. ykkar GB
Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 10.9.2007 kl. 22:29
Hlakka til að lesa bloggið þitt!
Bærings (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.