Færsluflokkur: Ég

Fyllist friði

Fyllist friði og kæti í senn,
vaknar von um gleði og frið.
Af tilhlökkun hjartað berst
því senn koma jólin.
Já það er eitthvað töfrum líkast
sem fyllir huga og hjörtu nú.

...því það eru að koma jól Heart


Eirðarleysi í prófatíð....

Já, þar sem mörg blogg liggja í dvala þessa dagana og fram yfir próf þá vil ég benda ykkur á þennan eyju-bloggara, en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér Wink

Árinu eldri :)

Já þá er afmælisdagurinn á enda, er alsæl með daginn, fékk heilan haug af hamingjuóskum, köku, pakka og allt heila klabbið :) Takk fyrir það elskurnar mínar :)

Þá er ég orðin 26 ára, en hvað þýðir það? Ég held ég taki undir með þessum:

Ég hef náð þeim aldri, að ég er nógu hygginn til að vita betur, en þó nógu ungur til að fara ekki eftir því.

Dirch Passer

E.S. Svo má ekki gleyma að laugin stækkar líka Wink


Fiskunum fjölgar óðfluga...

 dating_pools

Ég hlakka nú bara til að verða 26 ára eftir rúman mánuð ...líst svo askoti vel á laugina 20 til 38 ára ...kannski kominn tími til að demba sér í djúpu ...með sigtið á lofti Wink


Minn staður - mín stund :)

Minn staður - mín stund er á brennslutæki í Laugum. Þar sem það er oft mikið að gera hjá mér þá á ég oft í vandræðum með að finna tíma til að innbyrða fréttaskamt dagsins, ekki tími til að setjast niður í rólegheitunum og lesa blaðið á morgnanna né horfa á fréttir - nema þá kannski þegar ég er háttuð á kvöldin. En ég er með brillíant lausn á þessum vanda, ég tek einfaldlega skammtinn minn út um leið og ég pumpa hjartað (helst 6x í viku) í Laugum Smile

Þetta fer í raun mjög vel saman og ég held að hugurinn sé sérstaklega frjáls og frjór á meðan á líkamsrækt stendur. Yoga og öndunaræfingar ganga að hluta til útá það að beina huganum að líkamanum og andardrættinum til að kyrra hann og hreinsa hann af hugsunum um daglegt amstur. Ég held að líkamsrækt að öðru tagi geti líka þjónað þessu hlutverki eða að minnsta kosti þá finnst mér hugur minn oft miklu skýrari og frjórri á brettinu. Yfir mig hellast hugmyndir af greinum sem mig langar að skrifa eða einhver málefni poppa upp í huga mér sem ég verð að létta af mér á einhvern hátt – ég hef oft hugsað með mér að nú ætti ég að vera með blað og blýant og punkta hugmyndirnar niður. Nú á miðvikudagskvöldið þá mætti ég í Laugar til að horfa á Kompás og í auglýsingapásu hljóp ég niður í klefa og náði í blað og blýant – stökk svo aftur uppá stigvélina og punktaði niður það sem mér lá á hjarta Wink

Afraksturinn er að finna hér.

Skrautleg helgi að baki

Úff já, þessi helgi var vægast sagt skrautleg! Hún byrjaði á því að ég, mamma og Þórunn fórum á fundinn í Guðspekifélaginu sem við vorum búnar að bíða spenntar eftir, héldum að við værum búnar að finna þarna skemmtilegan vettvang til að ræða við annað fólk um andleg málefni. En ...neeei ...ég á ekki einu sinni til orði til að lýsa því sem þarna fór fram, þarna var erlendur fyrirlesari sem eyddi heilli klukkustund í að útskýra fyrir okkur að skynfærin væru takmörkuð og í raun værum við meira en það sem við sæjum með eigin augum og í speglinum ...þetta er held ég bara einn sá vandræðalegast klukkutími sem ég hef upplifað, við vorum allar þrjár að berjast við að missa okkur ekki í hláturskast, gátum ekki annað en tekið þátt í æfingum með pappaspjaldi með gati fyrir höfuðið á og litlum spegli í hægra horninu. Ég kemst allaveganna ekki í hálfkvist að lýsa þessu hér, en þegar fyrirlesturinn var á enda þá hlupum við út, rétt náðum að grípa jakkana okkar og stökkva yfir þröskuldinn áður en við sprungum úr hlátri og grenjuðum úr hlátri í svona hálftíma á eftir - hláturinn gerði þetta þess virði LoL

Svo var landsþing UJ um helgina, ég mætti á laugardeginum og tók þátt í mjög góðu málefnastarfi, þetta var skemmtilegt þing og skemmtilegur hópur sem verður stærri með hverju árinu sem líður Wink

Við fórum svo á Galíleó að borða, í partý á Hallveigarstíg og svo á Ölstofuna góðu þar sem skrallað var fram eftir nóttu Smile ég var vægast sagt mjög hress, gaman að kynnast nýjum UJ-urum og endurnýja kynni við gamla og góða.

En nú ætla ég að taka smá skrall pásu, það er kominn tími til að ég láti námið ganga fyrir, að ég fari að einbeita mér að því sem ég hef valið að gera í vetur! Næstu tvær vikur verður missjón nr. 1 að ná kennsluáætlun, ná takti!


Skemmtileg helgi framundan :)

Hæ elskurnar mínar Smile

Já ég veit, ég veit, þrátt fyrir stóru orðin í færslu nr. eitt á þessu bloggi þá hefur þetta verið algjört letiblogg hjá mér! En ástæðan er hreinlega sú að það eru miklir umbrotatímar hjá mér núna og ég hef bara ekki hugmynd um það hvort ég er að koma eða fara eða hver ég er yfir höfuð. Ég er búin að skrifa nokkrar færslur sem ekki hafa ratað inná bloggið heldur beint inn í dagbókina mína, aðeins of persónulegar fyrir alheimsnetið.

Sambandsslit kalla auðvitað alltaf á einhverja naflaskoðun, ég hef verið soldið í leit að gömlu Guðrúnu Birnu í þeirri vona að finna hina nýju mig :)
Ég er enn ekki alveg lent í húsnæðismálum, hef verið með athvarf hjá mömmu í Hafnarfirðinum en svíður hrikalega undan þeim tíma sem fer í akstur alla leið í Hafnarfjörð, þangað sem ég hef ekkert að sækja nema svefn.
Ég er farin að starfa á fullu í
UJ aftur, orðin varaformaður í UJR :) ....ohh það er eitthvað við fégasskap UJ sem fær mig alltaf til að líða vel - Þessir krakkar eru bara á sömu bylgjulengd og ég, er annt um samfélagið og vilja leggja sitt að mörkum til að gera lífið betra Grin 

Nú er landsþing UJ um helgina og hvet ég alla sem hafa áhuga til að skrá sig og taka þátt, þá sem hafa ekki kost á að vera alla helgina hvet ég til að koma kl. 14:30-16:30 á sunnudag, þar sem Ingibjörg Sólrún mun sitja fyrir svörum, Oddný Sturludóttir mun halda stutta tölu og kosið verður í framkvæmdastjórn UJ.  

Ég ætla að kíkja á spennandi fund hjá Guðspekifélaginu í kvöld sem ber yfirskriftina “Að uppgötva hver þú í rauninni ert". Ég veit í raun lítið um fyrirlesarann en það sem kemur fram á síðu Guðspekifélagsins vekur áhuga minn, hann virðist vera í svipuðum pælingum og Ekhart Tolle sem skrifaði meðal annars Mátturinn í núinu. Svo er hann með vinnu smiðju á laugardaginn þar sem hann notar æfingar sem byggja á búddakenningunum ZEN sem ég er mjög heilluð af.

En nóg um það, ég ætla að læra svolítið áður en ég kíki á fundinn í kvöld Wink vonast til að sjá sem flesta á landsþinginu um helgina!
Þið hin,

Lifið heil GB


Lýsi eftir góðum dansherra :)

Ég sá auglýst í dag að íþróttahús HÍ ætlar að bjóða upp á Boogie Woogie swing dansnámskeið á miðvikudagskvöldum kl. 19 í vetur.

Ég fór á dansnámskeið fyrir uþb. einu og hálfu ári síðan þar sem okkur voru kynntir helstu samkvæmisdansarnir, swing dans og djæf voru í sérstöku uppáhalda hjá mér svo ég held að þetta gæti orðið mjög skemmtilegt Smile

Þetta eru 10 skipti þar sem kennt verður í klukkutíma og síðan dansað frjálst í hálftíma, en þá gefst fólki færi á að æfa það sem það hefur lært. Námskeiðið hefst með kynningarkvöldi miðvikudaginn 12. september og þá verður frítt inn. Gjaldið fyrir námskeiðið í heild er 3000 kr. fyrir nemendur Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur, 5000 kr. fyrir aðra.

Ég kemst því miður ekki fyrsta kvöldið þar sem ég er að fara á hráfæðisnámskeið með Ástu minni :) en ég er alvarlega að íhuga að skella mér í Boogie Woogie í næstu viku Grin

 


Frelsi frá eigin sögu

Ég er að lesa bókina Hugarfjötur eftir Paulo Coelho, þetta er kannski ekki hans besta bók en hann má eiga það að hann vekur mig alltaf til umhugsunar um lífð og tilveruna. 

Þessi bók er um rithöfund sem leitar eiginkonu sinnar sem hvarf spolaust, eins og ávállt er bókin lituð af leit af sannleikanum um lífið, ástinni og örlögunum.

Sagan berst af gömlum hirðingja sem er í dýrlingatölu á sléttum Kasakstan vegna töframáttar síns. Fjöldi manns leitar á fund hans til að þiggja ráð frá honum og sama gera sögupersónur að þessu sinni. Hann er spurður hvers vegna menn eru daprir. Hann segir svarið einfalt, að menn séu fangar sinnar eigin sögu og reynsla þeirra sé uppfull af minningum, hlutum og hugmyndum sem aðrir hafa plantað þar en ekki þeir sjálfir. Hann telur þetta byrgja mönnum sýn svo þeir sjái ekki eigin drauma, þekki ekki eigin langanir og haldi þeim þannig í fjötrum.

Þetta er vel í takt við það sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið, að við verðum að leita leiða til að koma auga á blekkingu hugans og sjá lífið og okkur sjálf í réttu ljósi, okkar sanna sjálf handan hugans. Hugur okkar hefur verið forritaður af menningu, trú, sögu skrifaðri af valdhöfum og síbreytilegum tískustraumum samfélagsins.

En það sem mér fannst áhugavert var lausnin sem hann benti á, hvernig við getum horfið frá þeirri sögu sem manni hefur verið sögð og eigin sögu - og lifað í nú-inu. Hann sagði lausnina felast í því að fara með söguna upphátt og í smæstu smáatriðum, endurtaka gömlu söguna aftur og aftur þar til hún hefur enga þýðingu fyrir okkur lengur. Þá fyrst kveðjum við það sem  við vorum og myndum rúm fyrir nýja, óþekkta veröld – nýjar upplifanir – nýja upplifun á því hver við erum – þá fyrst getum við skapað sjálfan okkur upp á nýtt í okkar æðstu hugmynd um okkur sjálf. En hann segir ekki duga að láta þar við sitja heldur verðum við að fylla það rúm sem myndast með nýjum upplifunum, nýjum sögum – það er leiðin útúr dapurleikanum - þá vex ástin og þegar ástin vex, vöxum við með henni.

Þegar við getum sleppt tökunum á fortíðinni, hættum að gráta erfiðleika okkar - þá fyrst getum við lifað í nú-inu.

Ég held að þegar við eigum engan að sem við getum deilt með okkar dýpstu leyndarmálum eða þorum ekki að deila þeim með öðrum þá líður okkur illa, við erum föst, getum ekki byrjað að brjóta ísinn með því að deila sögunni okkar, segja hana aftur og aftur, vaxa frá henni og þroskast.

Hættu að vera það sem þú varst og vertu það sem þú ert – í því felst frelsið í núinu Wink

Gæti þetta verið ástæða þess að við komum endurnærð af vinafundi? Leitum sálufélaga, erum uppfull af orku þegar við finnum einhvern til að deila okkur með, byrjum að segja sögurnar sem við höfum þegar slitið okkur frá í bland við nokkrar sem við byggjum enn egó-ið okkar á og finnst mikilvægar til að heilla nýjan elskhuga. Verður líf okkar innihaldsríkara og fyllra af því við færumst nær hinum aðilanum eða af því við deilum með honum fleiri sögum, rýmum fyrir nýjum sögum og upplifunum og fáum þær síðan jafnóðum beint í æð frá hinum aðilanum?

Við blessunarlega þroskumst flest með árunum, við segjum ekki lengur sömu sögur af okkur og við sögðum í grunnskóla og ég efast um að ég muni segja framtíðar ástinni minni sömu sögur af bernskubrekum og fyrstu ástinni. 

Það eina sem er víst í þessum heimi er að allt er breytingum háð.

Það er yndislegt að tengjast annarri manneskju og deila sér og ég held að það sé fátt sem nærir okkur meira. Það er eflaust það sem býr að baki máltækinu góða: „Betra er að gefa en þiggja“.

Ég held að það sé mikið til í þessu eða þetta hefur að minnsta kosti reynst mér vel, mín reynsla er sú að þeim mun einlægari sem ég er, þeim mun betur líður mér. Það hefur hreinsandi og léttandi áhrif á mig að ræða hlutina. Meira að segja þegar ég var að kenna í Kársnesskóla þá notaði ég eigið líf sem dæmisögu – deildi jafnvel með þeim leyndarmálum sem ég hafði ekki deilt með fólki sem stóð mér mun nær en umsjónanemendur mínir – fyrir mér þá mátti líf mitt vera opin bók ef það bara gagnaðist einhverjum – og það gagnaðist mér í leiðinni, þetta var liður í að leysa mig undan eigin sögu. Að deila sögunni er að minnsta kosti skref í þá átt.  

Svo er það töframátturinn sem felst í því að segja sögu sína, deila sér með öðrum - sagan kallar á sögur frá öðrum - það myndast gagnkvæmt traust og losar fólk undan höftum aðskilnaðar sem einkennir nútmasamfélag.

Ég held að við mættum flest vera aðeins opnari, frjálsari, einlægari – laus við blygðunarkennd, samviskubit og ótta.

Þetta vakti mig að minnsta kosti til umhugsunar um góða kosti bloggsins, hvatning til að byrja að blogga á ný Smile

Kæru vinir, vandamenn, bloggarar og vafrarar um allan heim, takk fyrir að hlusta Grin bloggiði, segið sögu ykkar, tjáiði ykkur, deilið ykkur og frelsið ykkur undan eigin sögu!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband