11.9.2007 | 20:55
Lýsi eftir góðum dansherra :)
Ég sá auglýst í dag að íþróttahús HÍ ætlar að bjóða upp á Boogie Woogie swing dansnámskeið á miðvikudagskvöldum kl. 19 í vetur.
Ég fór á dansnámskeið fyrir uþb. einu og hálfu ári síðan þar sem okkur voru kynntir helstu samkvæmisdansarnir, swing dans og djæf voru í sérstöku uppáhalda hjá mér svo ég held að þetta gæti orðið mjög skemmtilegt
Þetta eru 10 skipti þar sem kennt verður í klukkutíma og síðan dansað frjálst í hálftíma, en þá gefst fólki færi á að æfa það sem það hefur lært. Námskeiðið hefst með kynningarkvöldi miðvikudaginn 12. september og þá verður frítt inn. Gjaldið fyrir námskeiðið í heild er 3000 kr. fyrir nemendur Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur, 5000 kr. fyrir aðra.
Ég kemst því miður ekki fyrsta kvöldið þar sem ég er að fara á hráfæðisnámskeið með Ástu minni :) en ég er alvarlega að íhuga að skella mér í Boogie Woogie í næstu viku
Athugasemdir
Þetta var frábært námskeið í kvöld! Ég vona svo sannarlega að þú finnir góðan herra á dansnámskeiðið ;)
En talandi um námskeið ég er alvarlega að hugsa um að fara á þýskunámskeið í vetur og hætta að segja "Ich spreche eine bischen Deutch" og færa mig yfir í "Ich spreche Super-Deutch" :P
Bærings (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 22:16
Líst vel á það hjá þér :)
Ég ætla að taka frönskuna mína í gegn einhvern daginn
Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 13.9.2007 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.