12.10.2007 | 17:38
Enn einn gullmoli frá Binga
Enn einn gullmoli kom af vörum Binga í dag. Í síðdegisfréttum á rás 2 var fjallað um opinn fund Framsóknarflokksins í dag. Að því tilefni var Björn Ingi spurður um hvað hann segði við því að Sjálfstæðismenn sökuðu hann um valdarán í höfuðborginni, siðspillingu og að gæta sérhagsmuna auðmanna. Því svaraði hann á þessa leið:
"Ef ég er siðblindur og spilltur, af hverju í ósköpunum sér Sjálfstæðisflokkurinn svona mikið eftir mér".
Æji, aumingja kallinn heldur hann virkilega að Sjálfstæðismenn sjái eftir honum persónulega? af því hann er svo gúddí gæji? Það að þeir misstu meirihlutann vegur voða lítið á móti því að missa af honum
Ég get svo svarði það, ég er allt í einu farin að blogga eins og vindurinn, það er bara ekki hægt að hætta - þessi skrípaleikur virðist engan enda ætla að taka!
Björn Ingi: Það var ekkert annað að gera í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.10.2007 kl. 12:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.