Áróðursvél Sjálfstæðismanna gangsett?

Jæja, sleggjudómarnir hafa heldur betur fengið að falla síðustu daga. Á öldurhúsum bæjarins um helgina var fátt annað rætt en OR/REI hneikslið, siðleysi, spilling, samsæri, það hvort tárin sem Bingi felldi væru sönn eða enn ein staðfestingin á siðblindu hans og kænsku – að hann gengi svo langt að kreista fram tár til að fría sig ábyrgð, vera laus allra mála.

Æj ég kenndi í brjóst um hann og vil ekki trúa öðru en að þessi tár hafi verið felld í einlægni, hvað sem á undan hefur gengið þá er hann nú bara mannlegur eins og við hin og ég eiginlega sé eftir dómhörku minni síðustu daga. En fárið í kringum þetta er lang í frá á enda, Sjálfstæðismenn hafa sett af stað áróðursvél sína, nú á að hvítþvo Vilhjálm og ræna æru Binga. Ég held að við þurfum að vera mjög gagnrýnin á fréttaflutning næstu daga, eins og fréttin um það að Bingi gangi erinda ákveðinna forystumanna Framsóknar – æj ég veit það ekki, þetta er augljóslega tekið nánast gagnrýnilaust beint úr áróðursvél XD og inní fjölmiðla! Enda allt eins hægt að sýna fram á svipuð eignatengsl við Sjálfstæðisflokkinn sjálfann.

Eitt er víst að svona gósentíð dregur ekki alltaf fram það besta í fari okkar. 

Skrif mín síðustu daga vekja mig til umhugsunar um það veiðileyfi sem við gefum okkur á opinberar persónur eins og pólitíkusa. Síðustu tvær vikur hef ég hlakkað mikið yfir óförum annarra, baktalað hægri - vinstir og velt mér uppúr dylgjum og samsæriskenningum eins og það væri göfugt sport. Þetta er hegðun sem mig myndi aldrei detta í hug að sýna á öðrum sviðum lífs míns, heldur þykist ég temja mér umburðarlindi og skilning gagnvart nágunganum Tounge að gagnrýna ekki fyrirvaralaust þar sem ég þekki ekki hvað býr að baki, að reyna að setja mig í spor annarra, því við höfum jú öll gert ýmislegt "rangt" án þess að vera vondar manneskjur eða að það skilgreini þá sem við í raun erum.  

Þetta minnir mig á grein sem ég las þegar ég tók kúrs í afbrotafræði fyrir nokkrum árum, hún var um áhrif stimplunar á ítrekunartíðni afbrota. Þegar gerð var rannsókn á nemendum í háskóla, með hjálp sjálfsprófa, þá kom fram að stór meirihluti nemanda hafði einhverntíman brotið lögin, allt frá smávægilegum glæpum og til alvarlegri brota. Þeir sem komist höfðu upp með brot töldu sig alls ekki vera glæpamenn heldur þvert á móti góða borgara, annað en þeir sem komist hafði upp um og höfðu verið stimplaðir sem afbrotamenn. Þegar menn eru síðan stimplaðir fara þeir að sjá sjálfan sig sem glæpamenn (vonda), hafa engu að tapa lengur og eiga því auðveldara með að ítreka brot og haga sér í takt við stimplunina. Ef þessi kenning er nærri sanni þá gæti hún skýrt að hluta háa afbrotatíðni svartra, láglaunastétta og jafnvel drengja þar sem þeir eru undir meiri smásjá lögreglu - þar sem þeir þykja líklegri til afbrota. 

Ætli það hafi þá áhrif á t.d. pólitíkusa sem eru vændir trekk í trekk um spillingu og óheiðarleika? Stuðlar það að aukinni spillingu? Þeir eru hvort eð er vændir um þetta hvort sem þeir standa undir því eðru ei. Í þokkabót er lítil hefð fyrir því á Íslandi að menn beri pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum og gullfiskaminni kjósenda margreynt, svo þrátt fyrir að þeir brjóti trekk í trekk af sér þá breytir það litlu, svo lengi sem flokkurinn og spillingafélagar standa vörð hvor um annan, þá eru þeir ósnertanlegir – ósigrandi.  

Það er nú það, ég held að sama hve saklaust skinn maður er og  hversu vel viljandi þá verði maður alltaf að hafa gætur á sér. Því hópsálin í okkur er svo sterk, eins og rannsóknir á hvítflibbaglæpum sína þá brýtur ótrúlegasta og ólíklegasta fólk af sér bara ef það er í réttu aðstæðunum, er á vinnustað þar sem ákveðið siðferði er viðurkennt, það stingur eflaust fyrst í stúf en réttlætingarmátturinn í því að öðrum finnist eitthvað í lagi – eitthvað sé almennt viðurkennt  - er svo mikill að auðvelt er að afneita eigin sannfæringu, látast ekki sjá brot eða sogast sjálfur inní meðsekt og afbrot. 

Ég held því að við verðum að leyfa fólki að njóta vafans, trúa því góða uppá fólk og ef til vill leitast það þá frekar til að standast þær væntingar sem við gerum til þess!
Viskiptalíf og yfir höfuð öll samaskipti fólks þrífast illa í umhverfi vantrausts og ótta. Skortur á trausti kallar í aukið eftirlit og reglufargan, meiri formfestu í samningum ofl. í þeim dúr. Það kostar peninga og heftir markaðinn, heftir samskipti. Það getur því verið varasamt að ala á ótta og vantrausti gagnvart stjórnmála og athafnamönnum.

Ég vona að ég geti tileinkað mér að treysta eins og ég hafi aldrei verið svikin, að elska eins og ég hafi aldrei verið særð og að vona eins og ég hafi aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Ef mér tekst það ekki, ef ég læt fyrri reynslu byrgja mér sýn og fylla mig ótta og tortryggni, þá hef ég verið rænd sakleysi mínu og eiginleikanum til að sjá þau tækifæri sem mér mæta á lífsins leið. 

Ef allir einsettu sér það og sæju að í raun erum við eitt - þá væri lífið einfalt Joyful 

En nú held ég að ég sé aðeins komin útaf sporinu  ...ég vil nú ekki að þið sofnið yfir þessari færslu þó ég sé nálægt því sjáf Blush ...þessi færsla öðlaðist held ég sjálfstætt líf einhversstaðar á leiðinni og fór útí aðeins aðra sálma en ég lagði upp með.

Ég sit hér á næturvakt og hef ekki eirð í mér að læra, en best ég gefi því annan séns Wink 

Ég kveð því og býð ykkur góða nótt Kissing


mbl.is Áhrifamenn í Framsókn hluthafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl frænka.

Hafandi tekist á við Björn Inga í pólítisku ati áður kemur mér hann ekki fyrir sjónir sem " saklaus drengur " sem ekkert þykist vita um skipan mála með fyllsta umburðarlyndi fyrir öllum mögulegum sjónarmiðum hvers konar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.10.2007 kl. 02:22

2 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Hæ Gunna Mæja, gaman að fá komment frá þér

Nei ég held því nú seint fram að Björn Ingi sé "saklaus drengur" en það sem ég átti nú við er að ég treysti ekki gagnrýnilaust sögusögnum Sjálfstæðismanna í vígahug! Baráttan um pólitísk völd er enginn leikur í þeirra augum.

Ég rakst á blogg ungs framsóknamanns nú fyrr í kvöld en hann segir:

"...þó ég hafi andstygð á því hvernig Bingi beitir sínu pólitíska embætti í þágu vina og kunningja þá eru það smávægilegir hagsmunir hjá því sem vakir fyrir íhaldinu með að koma náttúruauðlindum almennings í hendur auðmanna. Bingi er bara gamaldags spilltur á meðan íhaldið fylgir úthugsaðri hættulegri og ógeðfeldri pólitískri stragidíu með það fyrir augum að gera suma jafnari en aðra."

Annars er gaman að lesa um þessi mál á blogginu hans, þar sem hann kemur úr röðum Framsóknarmanna. En hann vandar Birni Inga ofl. fyrrv. forystumönnum Framsóknar ekki kveðjuna.

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 15.10.2007 kl. 03:42

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verst ef þessi umræða lendir í einhverjum Ad Hominem farvegi. Hér er ekki spurning lengur um hver er sekur heldur að kryfja hvers eðlis brotin eru og hvernig má koma í veg fyrir slíkt og til og með stöðva þessa innrás auðhyggjunar í sameignir þjóðarinnar.  Það finnst mér mest um vert, því ef við gerum það ekki, þá enfum við sem leiguþý erlendra lénsherra að nýju og glötum sjálfstæði okkar og sjálfræði. Svo alvarlegt er þetta mál í grunninn.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 04:52

4 identicon

Búhú Sjálfstæðismenn eru ...já ég skal kommenta á þessa pólitísku færslu :)

Kannski hinir flokkarnir ættu að hætta þessu væli og íhuga af hverju þeir hafa svona lítil ítök? Ástæðan er ekki sú að það sé vegna þess að Sjálfstæðismenn hafa svona mikil ítök. Ástæðan leynist innan flokkana sjálfra. Fólk úr öðrum þjóðfélagsstéttum sækir kannski frekar í aðra flokka...spurning að hætta að væla alltaf um sömu hlutina aftur og aftur og aftur þangað til ég missi vitið, og gera eitthvað í málunum.

En þar sem ég er ekki mikið inní pólítík þá hef ég enga tillögu um hvað nákvæmlega þurfi að gera.

En ég er víst þegn í þessu þjóðfélagi og mín rödd segir: plís hætta að væla um hlutina og farið að vinna í lausnum! 

Bærings (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:18

5 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Já Ásta, ég get vel skilið að mörgum finnist þetta óttalegt væl sem komið hefur frá Samfylkingunni, Vinstri Grænum og Frjálslyndum síðustu árin - enda ekki skrítið, þeir hafa verið valdalausir í landsstjórninni allt of lengi og rembst eins og rjúpa við staurinn við að leggja fram frumvörp (með lausnum) sem sitjandi ríkisstjórn lítur ekki einu sinni við og fjölmiðlar nenna þess vegna ekki einu sinni að kynna sér!

En nú er loksins lag, Samfylkingin er komin í landsstjórnina og settist á alþingi í fyrsta sinn í meirihluta nú fyrir rúmri viku og getur loksins farið að láta til sín taka  og farið að "gera eitthvað í málunum" eins og þú segir!

Samfylkingin var hins vegar við stjórn í borginni sem partur af R-listanum og er ég mjög stolt af mörgu sem hann skildi eftir sig. R-listinn lagði grundvöllinn að framförum í samfélagi okkar síðustu ára og þá einna helst með því að vera leiðandi í dagvistun barna sem hefur gefið konum fært að fara út á vinnumarkaðinn - en í dag er atvinnuþáttaka kvenna á Íslandi sú mesta í heiminum.

En það er víst alltaf af nógu að taka í pólitík og mörg verkefni sem býða :) en nú fá þingmenn Samfylkingarinnar loksins tækifæri til að tala fyrir frumvörpum sem þeir hafa lagt fram fyrir daufum eyrum síðustu 7 árin eða frá því hún var stofnuð.

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 16.10.2007 kl. 00:28

6 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Eitt að lokum, það eru ekki bara andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sem hafa gagnrýnt framgöngu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna í þessu máli. Hér skrifar einn úr þeirra eigin röðum t.a.m. um málið á Deiglunni í dag og tekur í svipaðan streng og ég hef gert síðustu daga.

Persónulega þá er ég miklu hrifnari af þessu nýja Sjálfstæðisflokk undir stjórn Geirs. Þessi Deiglugrein er góðs viti, mér finnst mjög eðlilegt að fram fari sjálfs gagnrýni innan flokks þegar eitthvað fer miður - en það hefðum við hins vegar ekki séð í valdatíð Davíðs.

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 16.10.2007 kl. 01:03

7 identicon

Hver var atvinnuþátttaka kvenna áður? Íslandi og heiminum?

Allir á vinnumarkaðnum, fjölskyldugildi að breytast í steingervinga, agavandamál, aukið ofbeldi, lögregla að biðja foreldra um hjálp sem aldrei eru heima, foreldrar kenna kerfinu um að standa sig ekki...Mér sýnist þróunin vera ýta undir eiginhagsmunasemi og flótta undan ábyrgð.

 Æi...þetta er nú meira ruglið.

Bærings (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband