Eckhart Tolle

Ég féll fyrir Eckhart Tolle nú fyrr á árinu þegar ég las bókina hans Mátturinn í núinu, ég hef líka gluggað í Kyrrðin talar og undir koddanum hjá mér núna er bókin hans Ný jörð Smile 
 
Ég rakst á skemmtileg myndbrot af honum á síðu prakkarans og þar er einnig að finna smá ágrip um hann. 
 
Ég mæli eindregið með bókum hans og hvet ykkur til að kíkja á þessi myndbrot, en hann boðar lífsspeki sem höfðar mjög til mín. Ég ætla að láta duga í bili að leyfa myndbrotunum að tala sínu máli en ég á án efa eftir að skrifa eitthvað um Echart Tolle hér seinna.

 

Svo er hægt að skoða fleiri myndbrot á youtube Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er hægt að fá upptökur með fyrirlestrum hans og upplestri á netinu en þeir eru frábærir til að hlusta á í lok dags eða að morgni, ef fólk er ekki því flæktara í tímanum.  Hver skrá er a.m.k klukkutími en það þarf þó ekki að hlusta á allt í einu. Gott að velta hverju atriði fyrir sér. Ég kalla það meditation by contemplation.  Þetta er stórkostleg vakning að kynnast þessu og slær allt annað út eða réttara sag sameinar öll þau fræði, sem ég hef lesið í veru lífsspekinnar.  SÍÐAN hans er með ýmislegt í boði og einnig mælir hann með fjölda rita.  Ég á talsvert af hljóðskrám, sem eru því miður of stórar til að senda í tölvupósti án sérstakra tilfæringa.  Gæti þó sett eitthvað á disk og sent í pósti. 

Tók eftir nafninu þínu og tel upp á að skyldmenni þitt hafi unnið hjá sjónvarpinu.  Einnig man ég eftir eldri  Dönskum séntilmanni, sem sat með mér í flugi frá Austur Grænlandi á einni af ferðum mínum þangað. Gæti það verið frændi þinn?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi séntilmaður bar ættarnafn þitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2007 kl. 01:16

3 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Sæll Jón Steinar og takk kærlega fyrir þetta

Kalman bróðir mömmu vinnur í grafíkinni hjá RUV, en systkyni mömmu og börn eru þau einu sem bera þetta nafn hér á landi. Við eigum ættir að rekja til Danmerkur en ég þekki ekki mikið til ættarinnar þar, þar sem langaafi minn skyldi við fyrri konu sína þar og var sendur í "útlegð" til Íslands sem fyrsti danski sendiherrann hér og kynntist fljótlega ömmu minni og nöfnu í kjölfarið

Svo ef til vill á ég danskan frænda með þessu nafni en þekki hann ekki persónulega.

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 17.10.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband