20.12.2007 | 17:14
Góð grein um skoðanafrelsi
Jæja, það er heldur betur kominn tími á að taka upp alvöru skrif hér á blogginu á ný eftir einstaka froðusnakk undanfarið.
Ég fer að komast í gírinn aftur eftir aðhaldið í frétta og blogglestri í prófatíð, var að lesa frábæra grein eftir Gulla, vin minn og félaga í UJR, á pólitík.is en hún er eins og töluð frá mínu hjarta J Þó ég sé kannski ekki fullkomlega á sömu skoðun og hann í öllum málum, eins og t.d. um framgang og hlutverk feminisma sbr. eftirfarandi orð hans í greininni: "ég efast um réttmæti aðgerða í nafni feminisma", en ég veit að við stefnum að því sama og við getum því sameinast um markmiðið þó okkur greini ef til vill á um leiðir að því J og það er það sem öllu máli skiptir að vera með markmiðin á hreinu!
Vil einnig benda á nýja bloggsíðu Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík sem er svona rétt að komast í gang og verður örugglega skemmtilegur vettvangur fyrir skoðanaskipti um pólitík
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.