Skrópasýki?

Ég var að koma frá afa og ömmu Tounge eldaði mat fyrir skötuhjúin og horfði svo á fréttir með þeim. Afi er gallharður Sjálfstæðismaður og skilur ekkert í því hvað nafna hans og afabarn er að orða sig við Samfylkinguna. Hann sá á eftir Vilhjálmi, því gat ég nú ekki samsinnt, en við náðum saman þegar fréttaflutningurinn barst að skrípalátum Björns Inga síðasta sólahringinn, þegar talað var um að atburðarrásin kæmi ekki heim og saman - að Bingi hefði þurft að vera veikur heima og í baktjaldamakki á sama tíma - Afi hló og sagði að þetta hefði nú ekki verið kallað veikindi í sína tíð heldur einfaldlega "skrópasýki" LoL

Annars líst mér vel á hljóðið í nýjum meirihluta. Vilhjálmur greyið hefur hins vegar fá vopn sér til varnar og heldur áfram að vera í mótsögn við sjálfan sig. Ég var t.a.m. á ráðhúspöllum í gær og heyrði Villa marg oft, eins og biluð plata, annars vegar kvarta yfir því að málflutningur minnihluta í málinu talaði niður gengi hins nýja samrunafyrirtækis og það væri ekki borgarbúum í hag (og varði í framhaldinu góða kosti samrunans, sem var mjög fyndið þar sem enginn ágreiningur var um þá) og í hinu orðinu og í Kastljósinu núna áðan hamrar hann hins vegar á því hversu mikilvægt það er að selja strax, koma borginni útúr þessari fjárfestingu því hún væri svo hrikalega áhættusöm - brunaútsala Shocking Hver er nú að tala niður gengið?

Ég held bara að greyið sé orðinn ringlaður, að honum hafi verið sagt að segja hitt og þetta, gerði eins og honum var sagt, en þegar hann síðan talaði af eigin sannfæringu þá var hann kominn í mótsögn.

Ég er ansi hrædd um að Villi fái bráðlega að taka pokann sinn Wink


mbl.is Sviptingar í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo hjartanlega sammála honum afa þínum.....maðurinn er greinilega engar tvær vetur í pólítík. þú ættir að íhuga vel skoðanir afa þíns og vera ekkert að orða þig við fylkinguna. Fallega gert af þér að bjóða þeim í mat.!

Berglind (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband