1.11.2007 | 18:34
Verðeftirlit til að hækka verð sem mest?
Riddarar bónusfeðga geysast um matvöruverslanir bæjarins vopnaðir skanna, þegar þeir koma í hús tekur Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, við kyndlinum og umsvifalaust lækkar verð - blásnauðum neytendum til hagsbóta
Bestu vinir litlamannsins ....eða hvað?
Því er haldið fram að verð í Bónus og Krónunni sé hærra seinni part dags þegar ekki er von á verðkönnunum og í fréttunum í gær var talað um að þá væri "reglan" sú að Bónus væri yfirleitt 1 kr. lægri en Krónan. Þessar niðurstöður passa engan veginn við yfirlýsingar verslananna um að verðbreytingar séu allan daginn í gangi því þær keppist um að vera lægri en hin, því ef svo væri ætti verðið að vera lægra seinni partinn.
Er um þögult samþykki að ræða milli þessara tveggja aðila? Að Krónan setji viðmiðið, svo fari starfsmenn Bónus á stúfana, komi til baka með verð úr Krónunni ofl. búðum og þá hækki Bónus sig í samræmi við Krónuna - en gæti þess að vera 1 kr. lægri? Það hlýtur að vera óþarfi fyrir þá að vera meira en 1 kr. undir öðrum - svo þessi verðsamanburður marg borgar sig! Allir græða! ...nema neytendur
Persónulega er mér nokkuð sama hvað vörur í 10-11 og 11-11 búðunum kosta þar sem ég get sjálfri mér um kennt ef ég þarf að versla útan opnunartíma Bónus og Krónunnar og greiði þar með hærra verð fyrir lengri opnunartíma, staðsetningu eða hvað það nú er. En það skiptir öllu máli að virk samkeppni vari milli Krónunnar og Bónus!
Einu sinni var rökstuðningur fyrir háu vöruverði 11-11 og 10-11 búðanna sá að maður borgi hærra gjald fyrir lengri opnunartíma, en mér brá í brún þegar ég var hjá ömmu minni í sveitinni og kom að lokuðum dyrum 11-11 á Hvolsvelli rétt eftir kvöldmat. En þar sem þetta er eina búðin í nánd og því í einokunarstöðu kemst hún upp með að vera aðeins opin til 20 á kvöldin! En ekki til 23 eins og nafnið gefur til kynna. Það kemur mér því lítið á óvart að þeir séu núna farnir að rukka næturálag hér í borginni. En hver eru þá rökin fyrir þessu himinháa verði? minna úrval? morkið grænmeti? eða óhagræðið af því að halda of mörgum búðum opnum?
Samkeppniseftirlitið hvetur fólk til að senda ábendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.12.2007 kl. 18:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.