Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
23.12.2007 | 17:24
Fyllist friði
Fyllist friði og kæti í senn,
vaknar von um gleði og frið.
Af tilhlökkun hjartað berst
því senn koma jólin.
Já það er eitthvað töfrum líkast
sem fyllir huga og hjörtu nú.
...því það eru að koma jól
Ég | Breytt 18.5.2011 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.12.2007 | 17:14
Góð grein um skoðanafrelsi
Jæja, það er heldur betur kominn tími á að taka upp alvöru skrif hér á blogginu á ný eftir einstaka froðusnakk undanfarið.
Ég fer að komast í gírinn aftur eftir aðhaldið í frétta og blogglestri í prófatíð, var að lesa frábæra grein eftir Gulla, vin minn og félaga í UJR, á pólitík.is en hún er eins og töluð frá mínu hjarta J Þó ég sé kannski ekki fullkomlega á sömu skoðun og hann í öllum málum, eins og t.d. um framgang og hlutverk feminisma sbr. eftirfarandi orð hans í greininni: "ég efast um réttmæti aðgerða í nafni feminisma", en ég veit að við stefnum að því sama og við getum því sameinast um markmiðið þó okkur greini ef til vill á um leiðir að því J og það er það sem öllu máli skiptir að vera með markmiðin á hreinu!
Vil einnig benda á nýja bloggsíðu Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík sem er svona rétt að komast í gang og verður örugglega skemmtilegur vettvangur fyrir skoðanaskipti um pólitík
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 03:26
Flott framtak :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 12:48
Óborganleg umræða
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.12.2007 | 14:03
Eirðarleysi í prófatíð....
Ég | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2007 | 12:39
Árinu eldri :)
Já þá er afmælisdagurinn á enda, er alsæl með daginn, fékk heilan haug af hamingjuóskum, köku, pakka og allt heila klabbið :) Takk fyrir það elskurnar mínar :)
Þá er ég orðin 26 ára, en hvað þýðir það? Ég held ég taki undir með þessum:
Ég hef náð þeim aldri, að ég er nógu hygginn til að vita betur, en þó nógu ungur til að fara ekki eftir því.
Dirch Passer
E.S. Svo má ekki gleyma að laugin stækkar líka
Ég | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)