Færi mig um set :)

Jæja, ekki hef ég nú verið mikið í blogg gírnum undanfarið en úr því hyggst ég bæta og finn á mér að andinn er að færast yfir mig á nýjan leik, skólinn byrjaður og rútínan að komast á gott skrið.

Mér var boðið að færa mig um set yfir á Eyjuna, ég þáði það að sjálfsögðu með þökkum enda hef ég verið einlægur aðdáandi síðunnar frá upphafi - algjör skyldulesning Joyful

Ég kveð því moggabloggið og færi mig yfir á http://gudrunbirna.eyjan.is.

Sjáumst þar Wink

Gu r_n Birna 4

 


Fyllist friði

Fyllist friði og kæti í senn,
vaknar von um gleði og frið.
Af tilhlökkun hjartað berst
því senn koma jólin.
Já það er eitthvað töfrum líkast
sem fyllir huga og hjörtu nú.

...því það eru að koma jól Heart


Góð grein um skoðanafrelsi

Jæja, það er heldur betur kominn tími á að taka upp alvöru skrif hér á blogginu á ný eftir einstaka froðusnakk undanfarið. 

 

Ég fer að komast í gírinn aftur eftir aðhaldið í frétta og blogglestri í prófatíð, var að lesa frábæra grein eftir Gulla, vin minn og félaga í UJR, á pólitík.is en hún er eins og töluð frá mínu hjarta J Þó ég sé kannski ekki fullkomlega á sömu skoðun og hann í öllum málum, eins og t.d. um framgang og hlutverk feminisma sbr. eftirfarandi orð hans í greininni: "ég efast um réttmæti aðgerða í nafni feminisma", en ég veit að við stefnum að því sama og við getum því sameinast um markmiðið þó okkur greini ef til vill á um leiðir að því J og það er það sem öllu máli skiptir – að vera með markmiðin á hreinu!

Vil einnig benda á nýja bloggsíðu Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík sem er svona rétt að komast í gang og verður örugglega skemmtilegur vettvangur fyrir skoðanaskipti um pólitík Wink

 

Flott framtak :)

Hvet ykkur til að styðja þetta frábæra framtak! Einar kann svo sannarlega að bera út hinn sanna jólaboðskap :)

Óborganleg umræða

Ég vil kvenkyns jólasvein :)

 

 


Eirðarleysi í prófatíð....

Já, þar sem mörg blogg liggja í dvala þessa dagana og fram yfir próf þá vil ég benda ykkur á þennan eyju-bloggara, en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér Wink

Árinu eldri :)

Já þá er afmælisdagurinn á enda, er alsæl með daginn, fékk heilan haug af hamingjuóskum, köku, pakka og allt heila klabbið :) Takk fyrir það elskurnar mínar :)

Þá er ég orðin 26 ára, en hvað þýðir það? Ég held ég taki undir með þessum:

Ég hef náð þeim aldri, að ég er nógu hygginn til að vita betur, en þó nógu ungur til að fara ekki eftir því.

Dirch Passer

E.S. Svo má ekki gleyma að laugin stækkar líka Wink


Stöðvum ofbeldi gegn konum

Við í UJR vorum að senda frá okkur ályktun, ákvað að lauma henni hérna inn - annars er bloggbindindið enn í fullu gildi!

Góðar stundir Wink


Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík (UJR) lýsa yfir eindregnum stuðningi við 16
daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur yfir um þessar mundir. Markmið
átaksins er að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem
mannréttindabrot, en það veldur milljónum kvenna andlegu og líkamlegu
heilsutjóni á ári hverju og hindrar eðlilega og nauðsynlega þátttöku þeirra
í samfélaginu. Mikill fjöldi heimsókna og tilkynninga til Stígamóta,
Kvennaathvarfsins og barnaverndaryfirvalda á undanförnum árum sýnir að
átakið eigi ekki síður brýnt erindi á Íslandi en annars staðar.
Í ár leggur átakið sérstaka áherslu á að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn
mansali, sem á rót sína meðal annars að rekja til vaxandi kynlífsiðnaðar á
Vesturlöndum og ber Ísland, líkt og aðrar vestrænar þjóðir, mikla ábyrgð við
að stemma stigu við slíku.
Samhliða átakinu fer nú fram undirskriftasöfnun fyrir áskorun til
stjórnvalda á vefnum http://www.humanrights.is um að grípa til aðgerða gegn
mansali og hvetur UJR alla til að kynna sér hana og taka þátt.


Jæja, er farin í blogg bindindi fram yfir próf ;)

Í leiðinni langar mig að hvetja ykkur til að kynna ykkur og kvitta undir þessa áskorun til stjórnvalda: http://www.humanrights.is/undirskirftir

 


Egill ekki alsaklaus!

Ég verð að segja að það kemur mér ekkert rosalega á óvart að feministar ákveði að sniðganga Silfur Egils. Þó ég haldi upp á Silfrið þá verð ég að viðurkenna að mér finnst Egill ekki alsaklaus af ásökunum Katrínar Önnu, hann hefur ekki verið sá duglegasti að fá konur til að mæta í þættina hjá sér í gegnum tíðina og undanfarið hefur hann staðið sig sérstaklega illa. Egill hefur farið mikinn gegn feministum á bloggsíðu sinni nú í haust og hann virðist líka sjaldan kalla á konur í þáttinn nema að hann ætli sér að ræða um tiltekin "kvenna" mál, líkt og í þættinum nú á sunnudaginn en þá virtist hann fá Sigríði Andersen og Oddnýju Sturludóttur einungis í nektardansstaða umræðuna og þegar henni var lokið máttu þær gjöra svo vel að víkja fyrir körlum.

Ég held svei mér þá að feministinn í mér sé vaknaður af værum blundi Wink fáfræði og fordómar í garð feminista tröllríða bloggheimi þessa dagana - það er kominn tími á stórsókn til varnar feminisma!

Ég ætla nú samt að reyna að halda í mér eins og ég get fram yfir próf Tounge


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband